Ferðadagurinn 23. júlí

Já í dag var ferðdagurinn okkar. Eftir morgunmat, fánahyllingu og tiltekt var fræðslustund þar sem Dúbbi dúfa kíkti í heimsókn til okkar. Fræðslustundin var fyrir hádegi í dag þar sem rútan beið okkar eftir hádegismatinn. Þá var haldið í sjoppuna þar sem allir fengu að versla nammi fyrir vasapeninginn sinn. Eftir sjoppustoppið var haldið í Selskóginn. Í Selskóginum er nóg af leiktækjum en auk þess höfðum við með okkur skotbolta og voru margir í sto með leiðtogunum, en það er sívinsæll leikur hér í sumarbúðunum. Kaffið var snætt í skóginum en eftir það var haldið í sund. Það er alltaf nóg að gera í sundlauginni á Egilsstöðum sérstaklega með jafn góðum hóp og er hjá okkur í sumarbúðunum núna.

Sérstakur afmæliskvöldmatur var svo snæddur í sumarbúðunum en hún Arna Lísa á afmæli í dag og í tilefni dagsins var henni færð pylsa með 10 logandi kertum. Hún kaus þó að fá nýja pylsu þar sem eitthvað kertavax hafði lekið niður á matinn. Börnin tóku vel til matar síns og fóru pakksödd í frjálsan tíma. Í frjálsa tímanum voru úrslitin í borðtennismótinu en það var hann Ingvi sem sigraði mótið og Ágúst Ingi var í öðru sæti. Kvöldvakan var svo í boði herbergja 9 og 10 en á morgun eru það leiðtogarnir sem sjá um kvöldvökuna.

Á helgistundinni sagði Þorvaldur okkur söguna um týnda sauðinn og minnti okkur á hvað við erum öll mikilvæg í augum Guðs. Leiðtogar eru nú að lesa kvöldsögu og biðja með börnunum og munu þau brátt svífa inn í draumalandið.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk fyrir dvölina fyrir Ingva hann var rosalega ánægður þarna hjá ykkur.

Kveðja Helena 

Helena (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband