21. júlí

Jæja þá er fyrsti heili dagurinn í sumarbúðunum að kveldi kominn. Þetta hefur verið ljómandi fínn dagur sem við höfum átt saman og allir hressir og kátir. Í morgun var alveg frábært veður og var því ákveðið að nýta tímann til bátsferða, börnin áttu misauðvelt með róðurinn en það komust allir í land heilu og höldnu og voru sammála um að hafa skemmt sér vel.

Eftir að hafa gætt sér á ljómandi góðum grjúbágnum var fyrsta fræðslustund vikunnar um heilagan anda og í kjölfarið fengu allir að skreyta skírnar- og bænakerti sem þau taka með sér heim. Eftir kaffitíma var svo haldið brennómót en sigurliðið fær að keppa við leiðtogana síðasta kvöldið.

Kvöldvakan var svo í boði herbergja 2, 7 og 8 og var stórglæsileg að vanda.

Hópurinn virðist ná vel saman og öllum börnunum líður vel hérna hjá okkur, þau kunna svo sannarlega að skemmta sér saman.

Leiðtogar eru nú að klára kvöldbænir með börnunum og svo fara allir að sofa.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að vita að allir skemmta sér vel, gott að geta fylgst með. Sendi kæra kveðju til Katýar og Kidda frá mömmu og pabba, þúsund kossar.

Anna María Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband