5. Flokkur

Í dag mættu hingað í sumarbúðirnar 37 hressir krakkar af austurlandi. Þau byrjuðu á því að koma sér fyrir en klukkan 18 var upphafsstundin okkar. Á upphafsstundinni kynntu leiðtogar og börn sig og einnig var sagt frá reglum sumarbúðanna. Þá var boðið upp á pastasalat í kvöldmatinn.

Eftir kvöldmat var frjáls tími þar sem börnin fundu nöfn á herbergin sín sem í þetta skiptið eiga öll að enda á holt. Þau útbjuggu síðan glæsileg spjöld með nafninu og reitum fyrir stjörnur, en þau fá stjörnur á hverjum degi fyrir tiltekt. Strákarnir í herbergjum 3 og 4 undirbjuggu svo kvöldvöku ásamt Þorgeiri leiðtoga og var hún að sjálfsögðu stórskemmtileg enda stórskemmtilegir strákar þar á ferð. Á helgistundinni sagði Eyrún okkur frá miskunnsama samverjanum og svo var bænastund í boði fyrir þá sem vildu en hinir fóru að hátta sig. Núna eru leiðtogar inni á herbergjum að lesa kvöldsögu fyrir börnin og biðja með þeim.

Fyrstu myndir eru komnar í albúmið hér til hliðar.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir línkinn það er frábært að geta fylgst með ykkur . Okkur hlakkar til að geta lesið bloggið ykkar í kvöld og skoðað myndirnar. kveðja frá Hornafirði Helena og Hekla (mamma og systir Ingva)

Helena (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 10:52

2 identicon

Halló, það er mjög gaman að geta fylgst með því sem er að gerast hjá ykkur. Það er greinilega mikið fjör hjá ykkur. Kærar kveðjur frá Dagbjörtu, Nökkva og Urði. Fjölskylda Guðbjartar Angelu. 

Dagbjört (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 17:09

3 identicon

Gaman að fylgjast með ...Foreldrar Elísu Bjartar

Einar Bragason (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband