Það voru augljóslega allir þreyttir í gærkvöldi, bæði börn og leiðtogar því við steingleymdum að blogga fyrir svefninn. En gærdagurinn var mjög góður. Við breyttum aðeins til og höfðum fræðsluna fyrir hádegi enda ferðadalag eftir hádegi. Eftir að hafa gætt sér á lasagne var haldið með rútu til Egilsstaða. Fyrsta stopp var sjoppan þar sem allir fengu að kaupa sér nammi, síðan var haldið í Selskóg, öll leiktækin skoðuð og nesti snætt. Eftir kaffi var svo sundlaugin heimsótt og var alveg frábært að bleyta sig í hitanum. Við fengum nefnilega alveg frábært veður í gær og buðum börnunum því út að borða þar sem við grilluðum pylsur úti á stétt þegar heim var komið.
Kvöldvakan var svo í boði herbergja 8 og 9 en hún var löng og skemmtileg enda hugmyndaríkar stelpur þarna á ferð. Í kvöld sjá leiðtogarnir svo um kvöldvökuna en þetta er síðasti heili dagurinn okkar saman.
Í þessum skrifuðu orðum er verið að gefa börnunum stjörnur fyrir tiltekt og heyrist sigursöngur frá nokkrum drengjum. Leiðtogar eru aftur á móti að undirbúa skemmtilega fjársjóðsleit fyrir börnin sem hefst innan skamms.
Við sjáumst svo klukkan 13 á morgun þegar börnin verða sótt!
PS myndir frá gærdeginum koma inn seinna dag þegar frekari tími gefst til tölvuvinnu.
Flokkur: Bloggar | 17.7.2007 | 09:54 (breytt kl. 09:55) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.