veisludagur

Í dag er sunnudagur en þá er veisludagur hér í sumarbúðunum. Af því að það er veisludagur og af því að það var náttfatapartý í gær var smá útsof í morgun. En þegar allir voru vaknaðir var haldið bandýmót hérna á stéttinni og það voru herbergi 3 og 7 sem unnu. Þegar mótið var búið fóru allir í sparifötin sín og við borðuðum dýrindis veislumat og fengum svo ís í eftirrétt.

Eftir matinn fórum við svo að undirbúa messuna. Krakkarnir sáu sjálfir um messuna og stóðu þau sig mjög vel. Sumir lásu ritningarlestur, aðrir léku biblíusögu, sumir sömdu bænir og lásu upp og og svo voru líka einhverjir sem sungu. Þegar messan var búin var svo haldið út á stétt þar sem tekin var hópmynd.

Í seinni útiverunni fórum við í göngutúr út í gamlar rústir sem eru hérna rétt hjá. Þar fórum við í leiki og svo fengu allir smá nammi:)

Það fóru líka nokkrir krakkar í veiðiferð og komu svo heim með stærðarinnar fisk.

Kvöldvakan í kvöld var svo í umsjá stelpnanna úr herbergum 6 og 7 og tókst hún mjög vel.

Þetta er því búið að vera sannkallaður veisludagur hjá okkur í sumarbúðunum í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband