Við höfum átt góðan dag hérna saman í sumarbúðunum. Eftir morgunmat og fánahyllingu fengum við góða gesti en tvær ungar stúlkur, þær Marta og Tíbrá mættu til okkar með þrjá hesta, þá Þokka, Hauk og Kára. Börnin fengu öll að taka stuttan reiðtúr með leiðtoga sér við hlið en mörg stjórnuðu hestinum sjálf. Það rigndi örlítið á okkur í morgun og það voru þreytt og glöð börn sem mættu í hádegismat og borðuðu steiktan fisk með bestu lyst.
Eftir hádegi var fræðsla um heilagan anda og föndruðu börnin kross sem minnir okkur á eilífa lífið með Guði. Krossinn er sigurtákn en ekki sorgartákn. Eftir kaffi fengu svo nokkur börn að fara í veiðiferð með Hólmgrími. Í þetta skiptið veiddust þrír fiskar en fleiri börn fá að fara að veiða á morgun. Þeir sem ekki fóru með í veiði tóku þátt í stórskemmtilegum fáránleikum þar sem keppt var í ýmsum mishefðbundnum íþróttagreinum.
Eftir kvöldmat skoraði Hlín á krakkana í borðtennis og spilaði í klukkutíma eða alveg fram að kvöldvöku. Það endaði þannig að engum tókst að sigra hana nema Hafrúnu en mun það vera í fyrsta skipti sem Hlín tapar í borðtennis í sumar. Heyrst hefur þó að nú eigi Hafrún von á annarri áskorun frá Hlín og eru væntanlega fleiri börn sem vilja fá annað tækifæri til að reyna að vinna.
Herbergi 1 og 2 sáu um kvöldvökuna í þetta skiptið en það voru allir strákarnir í flokknum, kvöldvakan var að vonum stórskemmtileg hjá strákunum. Hún hafði þó byrjað óvenjusnemma enda höfðu leiðtogar planað óvænt náttfatapartý með börnunum. Nú liggja öll börnin inni í sal og hafa það notalegt yfir bíósýningu!
Við segjum þetta gott frá sumarbúðunum í dag og bjóðum góða nótt.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.