Jæja þá er dagur að kveldi kominn. ljóst er að við hefðum kosið betra veður en eins og frændur okkar í Noregi segja þá er ekki til "slæmt eða óheppilegt veður" heldur einungis "slæm eða óheppileg föt". við tókum þetta alvarlega og fórum á báta í morgun. skemmtu krakkarnir sér konunglega og voru það rennblautir en glaðir krakkar sem komu í hádegismat. eftir fræðsluna hófst brennó mót sem lauk með sigri herbergja 1 og 9. þá var rigningunni gefið frí og farið í marga skemmtilega leiki inni í sal. hlátrasköll og skrækir einkenndu þá samveru. þegar kvöldmatnum lauk hófst borðtennismót sem Hafrún sigraði. þá undirbjuggu herbergi 3 og 4 kvöldvöku sem var löng en mjög skemmtileg. nú er helgistund lokið og börnin búin að undirbúa sig fyrir háttinn. ekki veitir af öllum þeim svefni sem hægt er að fá því morgundagurinn verður strembinn. hefst hann á því að krakkarnir fá að fara á hestbak.
allir glaðir og skemmta sér vel.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað hlýtur að vera gaman!!!!
Nína (mamma Birtu) (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 00:49
Gaman að geta fylgst með því hvað þið eruð að gera og hvað er greinilega gaman hjá ykkur
Kveðja úr Hornafirði
Sigurrós Erla (mamma Þóru Birnu) (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.