Jæja þá er fyrsti dagur fjórða flokks hérna í sumarbúðunum að kveldi kominn. Eftir að börnin höfðu komið sér fyrir í herbergjum sínum var boðið til upphafsstundar í salnum okkar. Þar kynntu sig allir, bæði leiðtogar og börn og einnig voru reglur sumarbúðanna kynntar fyrir börnunum. Strax að stundinni lokinni var kvöldmatur en að þessu sinni var boðið upp á ljómandi gott pastasalat og brauðbollur og tóku börnin vel til matar síns.
Þá tók við frjáls tími þar sem börnin útbjuggu nöfn á herbergin sín, en að þessu sinni enda öll herbergjanöfnin á kot. Klukkan hálf níu var svo kvöldvaka þar sem stúlkurnar um herbergi fimm sáu um skemmtidagskrána og voru margir skemmtilegir leikir í boði. Eftir kvöldvöku tók við kvöldkaffi og strax í framhaldi helgistund þar sem Sigríður Ásta leiðtogi sagði okkur sögu úr Biblíunni. Eftir helgistund máttu börnin velja um að fara á bænastund með Þorgeiri leiðtoga eða beint í háttinn. Það var ánægulegt að sjá hversu mörg börn tóku þátt í bænastundinni en það var um hálfur flokkurinn. Nú hafa leiðtogar lokið lestri kvöldsögu og kvöldbæna með börnunum og allt komið í ró í sumarbúðunum.
Góða nótt.
PS Fyrstu myndir úr flokknum koma inn á morgun.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.