sunnudagur - góður dagur

Í sumarbúðunum eru sunnudagar hátíðardagar. Þá klæðum við okkur í sparifötin, borðum góðan mat og erum með messu.

Eftir morgunmat, fánahyllingu og tiltekt komu tvær stúlkur, Tíbrá og Marta með þrjá hesta í heimsókn til okkar. Allir sem vildu fengu að fara á bak og var gengu stelpurnar stuttan hring með hestunum. Þeir sem eru vanir hestamenn fengu að stjórna sínum hestum sjálfir en það þurfti enginn að vera hræddur því stelpurnar gripu í tauminn ef hestarnir ætluðu ekki að hlýða.

Eftir hestaferðina gafst börnum og leiðtogum tími til að fara í sparifötin því í hádeginu beið okkar stórkostlegur hátíðarmatur en það var Bayonneskinka með brúnuðum kartöflum og rauðkáli. Það tóku allir vel til matar síns og svo var ís í eftirrétt. Eftir hádegismat söfnuðust allir saman í salnum til að undirbúa messuna en börnin sáu um ritningarlestur og almenna kirkjubæn. Það var líka hópur sem lék guðspjallið og annar sem leiddi sönginn. Messan gekk mjög vel og krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og sýndu hversu góður hópur er hér á ferð.

Eftir kaffi var æsispennandi brennómót og fær sigurliðið að keppa við leiðtogana á lokakvöldinu. Í kvöldmatin var svo kakósúpa og eftir hana fóru allar stelpurnar að undirbúa kvöldvöku. Nokkrir strákar skruppu í veiðiferð og veiddist vel í kvöld en þeir komu til baka með tvo fiska en höfðu líka misst einn stóran. Kvöldvakan var að vonum hress og skemmtileg.

Nú eru leiðtogar að lesa kvöldsögu fyrir börnin og biðja með þeim kvöldbænirnar áður en allir fara að sofa.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband