Í dag hefur verið mikið fjör þrátt fyrir blautt veður. Fyrir hádegi var skroppið á báta og nutu krakkarnir sín vel, sumir töldu sig jafnvel hafa séð lagarfljótsorminn. Í hádegismat voru svo bjúgu með kartöflumús og grænum baunum og borðuðu nokkur hátt í fjögur stykki af bjúgum.
Eftir hádegismat var fræðslustund þar í formi leikrits þar sem við lærðum um heilagan anda og fengum meðal annars dúfu í heimsókn. Eftir fræðsluna skreyttu börnin svo bænakerti sem þau taka með sér heim í lok flokksins.
Þegar kaffitíma var lokið var haldið niður á fótboltavöll í sto og einnig var fótboltamót. Börnin voru þar í um klukkutíma og var þá kominn tími á að halda upp í sumarbúðir í þurr föt. Svo voru hópleikir í salnum fram að kvöldmat.
Eftir bragðgott skyr var frjáls tími fram að kvöldvöku en það voru drengir úr herbergjum 1 og 2 sem sáu um undirbúning hennar. Þar voru margir skemmtilegir leikir á ferð og skemmtu börnin sér dátt.
Nú eru börnin svo komin upp í koju á leið inn í draumalandið.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært framtak hjá ykkur
að skrá inn í lok dags það sem hefur verið á dagskrá og hvernig gekk..... mjög gott.
Ég býð spennt í lok dags að fara inn á síðuna ykkur og fylgjast með.
Bestu kveðjur
Edda... stjúpmamma Stefáns A.
Edda E. Egilsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 23:15
Æðislegt að geta fylgst með ykkur, tek undir það að ég bíð spennt eftir að geta lesið hjá ykkur og skoðað myndir... Vonandi gengur allt vel og Ágúst búin að ná sér....
Hlakka til að skoða á morgun..
Kveðja Kolla mamma hans Jóels...
Kolla Bjö (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.