Jæja þá eru 23 hressir krakkar mættir á svæðið í þriðja flokk hérna í sumarbúðunum við Eiðvatn. Þetta er sem sagt fámennur flokkur en góðmennur og ætti að gefa börnunum tækifæri á að kynnast mjög vel.
Eftir að foreldrar voru farnir og börnin búin að koma sér fyrir komu allir saman inn í sal, leiðtogar og börn kynntu sig, sagt var frá reglum sumarbúðanna og við sungum saman. Hér eru greinilega miklir söngfuglar á ferð. Eftir að hafa gætt sér vel á pastasalati í kvöldmatnum var frjáls tími þar sem börnin fundu meðal annars nöfn á herbergin sín, en í þessum flokki enda öll herbergjanöfn á kista. Klukkan 20:00 var svo leikjakvöldvaka í boði Eyrúnar, Baldurs og Hólmgríms leiðtoga.
Í þessum skrifuðu orðum eru börnin nú búin að koma sér vel fyrir í kojum og hlusta á kvöldsögur leiðtoga sem munu svo einnig biðja með þeim kvöldbænirnar.
Fyrstu myndir flokksins má sjá með því að velja albúmið hér til hliðar.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært framtak, æðislegt að geta fengið fréttir hér í gegn. Strákurinn minn fór í fyrsta sinn í fyrra og þá var nú dálítið stórt fiðrildi í maga mömmunnar
Hann skemmti sér að sjálfsögðu konunglega og mamman losnaði fljótt við fiðrildið.
Hann mætti svo aftur í búðirnar í dag og gat hann ekki beðið eftir að ég færi heim!
Ætli maður hafi sjálfur verið svona??
Ég fór alltaf í sumarbúðir á Eiðum sem barn og fannst það alveg meiriháttar. Þá voru þær til húsa í barnaskólanum og mikið ævintýr að labba niður að tjörn til að fara á báta. Gaman að þetta skuli enn vera hægt!
Kveðja,
Díana Mjöll, mamma Jökuls Loga Eskifirði.
Díana Mjöll (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:22
Sæl öll og takk fyrir slóðina. Ég segi eins og fyrri mælandi þetta er frábært framtak að geta aðeins kíkt á og fylgst með. En þar sem ég veit núna að Ágúst Máni minn er lasinn og heldur sig til hlés í dag, vona ég að það batni fljótt svo hann geti farið að vera með í fjörinu því tilhlökkunin var mikil í að komast aftur í sumarbúðirnar.
Gangi ykkur vel og við fylgjumst með.
kv Guðbjörg mamma Ágústar Mána
Guðbjörg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.