Jæja þá hafa öll börnin haldið heim á leið eftir frábæru viku hér við Eiðavatn. Það var mikið fjör í gær, reyndar svo mikið að leiðtogarnir gáfu sér ekki tíma til að blogga.
Fyrir hádegi var farið í fótbolta og sto á vellinum okkar góða og mættu margir frekar sveittir í veisluhádegismatinn sem samanstóð af kjúklingi og frönskum. Börnin fengu þó tíma til að klæða sig í snyrtilegu fötin og svo strax eftir mat var farið að undirbúa messuna. Börnin lásu ritningarlestrana sjálf, léku guðspjallið, skreyttu salinn og voru alveg frábær kór. Það var gaman að sjá hversu dugleg börnin voru að taka þátt í messuhaldinu og undirbúningnum.
Eftir kaffi var svo nokkuð frjáls tími úti á stétt og var farið bæði í sto og snúsnú, enda sto vinsælasti leikurinn um þessar mundir.
Eftir að börnin höfðu gætt sér á ljúffengri flatböku var örlítill frjáls tími meðan leiðtogar hituðu upp fyrir síðasta brennóleikinn en í sumarbúðunum er það hefð að leiðtogar keppa við sigurlið brennómótsins. Eftir harða keppni og nokkrar deilur um aukalíf og fleiri hluti komust allir að þeirri niðurstöðu að rétt væri að semja um jafntefli. Þá tók við stórskemmtileg kvöldvaka í boði leiðtoga þar sem mörg furðuleg og skemmtileg leikrit voru sýnd. Í kvöldkaffinu var boðið upp á pinnaís. Í stað þess að halda svo í háttinn héldu allir saman niður á fótboltavöll og settust við varðeld. Þar var limbókeppni, söngstund og að lokum helgistund þar sem börnin voru minnt á nærveru Krists í gleði og sorg.
Við leiðtogarnir viljum nota tækifærið og þakka börnunum fyrir frábæra viku hér í sumarbúðunum, þau stóðu sig öll eins og hetjur og mæta vonandi hress til leiks að ári.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartans þakkir fyrir drenginn okkar, Snjólaug Inga. Hann var himinlifandi með dvölina eins og undanfarin ár. Kveðja, Jónína og Halldór.
Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.