Já góða veðrið heldur áfram hér við Eiðavatn og höfum við svo sannarlega notið þess í dag. Fyrir hádegi var farið í heilmikla fjársjóðsleit sem samanstóð af ratleik með hinum ýmsu þrautum og nammileit í lokin. Hvert lið fékk einn poka af nammi sem börnin skiptu bróðurlega á milli sín. En þar sem börnin eru fljót að hlaupa og láta nokkrar þrautir ekki vefjast fyrir sér tók ratleikurinn stuttan tíma. Þá var haldið í fótboltamót og bocciamót fram að hádegismat þar sem fram voru bornar ljómandi fínar fiskibollur með karrýsósu.
Eftir hádegismatinn var fræðslustund þar sem við heyrðum um breytinguna sem varð á Páli postula, fyrst ofsótti hann kristna menn en snérist svo sjálfur til kristinnar trúar. Listamaðurinn í börnunum fékk svo að sjálfsögðu að njóta sín þar sem föndruð voru bókamerki úti á stétt og börnin léku sér í sólinni fram að kaffi.
Eftir kaffi var svo hin langþráða útivera þar sem börnin fengu að bleyta sig og stukku í Eiðavatn. Margir komu nú vel drullugir aftur upp að sumarbúðum og fengu þá á sig væna gusu úr brunaslöngunni áður en haldið var í heita sturtu.
Við fengum líka góða gesti í heimsókn en hingað kom hópur frá Hollandi sem kallar sig Ungt fólk með hlutverk. Þau spjölluðu mikið við börnin og sýndu svo leikrit og sögðu þeim frá hvernig Guð hefur snert við lífi þeirra.
Eftir vænan slurk af kakósúpu var svo frjáls tími þar sem nokkrar hraustar hetjur héldu til veiða, því miður beit þó enginn fiskur á í þetta skiptið.
Kvöldvakan var í umsjá herbergja 1 og 2 og gott ef fjörið eykst ekki bara með hverju kvöldinu, það minnkar allavega ekki. Annað kvöld sjá leiðtogarnir svo um kvöldvökuna og mun fjörið þá ná hámarki.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.