ferðadagurinn mikli

Jæja þá er ferðadagurinn okkar að kvöldi kominn og börnin komin í ró enda þreytt og sæl eftir góðan dag. Eftir morgunmat, morgunleikfimi og fánahyllingu var haldið í fræðslu þar sem börnin sáu leikrit um það þegar heilögum anda var varpað yfir lærisveinanna. Eftir góða og fróðleiksfúsa fræðslu fengu börnin nú aldeilis að njóta sköpunarhæfninnar þar sem farið var að skreyta kerti í öllum regnbogans litum og var ekki laust við sannkallaða framtíðarlistamenn.  

Dagurinn var frábrugðinn að þessu sinni þar sem farið var með rútunni Maddý áleiðis til Eigilstaða. Þar fengu bragðlaukarnir og leikir barnanna heldur betur að njóta sína þar sem stoppað var með hraði í Söluskálanum og keypt nammi fyrir vasapeninginn. Varð heldur betur örtröðin og þurftu leiðtogar að skammta börnum inn í skálann. Á meðan var eintóm gleði og ánægja í rútunni þar sem hinir búnu og bíðendur biðu eftir stuttri för sinni inn í heim freistinganna. 

Því næst lá leið okkar inn í Selskóg þar sem börn og leiðtogar léku við hvern sinn fingur í hinum ýmsu leikjum og leiktækjum. Síðast en ekki síst var svo haldið í sundlaugina á Egilsstöðum þar sem var bæði hægt að slappa af í heita pottinum og fíflast í sundlauginni. Þegar heim var börnunum boðið út að borða í góða veðrinu og pylsur grillaðar á stéttinni fyrir utan sumarbúðirnar.

Í kvöldmatnum þurftum við að kveðja Óla sumarbúðastjóra sem þurfti að halda til Reykjavíkur að sinna preststörfum. Það kemur þó ætíð maður í manns stað og við fengum góðan liðsauka. Hún Marta sem hefur meðal annars séð um barnastarfið í Egilsstaðakirkju og þekkir því marga krakka hér í sumarbúðunum verður með okkur yfir helgina.

Kvöldvakan var svo í boði herbergja 7 og 8 og var mikið fjör á henni eins og ætíð hefur verið hjá þessum hressu og skemmtilegu börnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband