Dagurinn hófst að venju kl. 8.30 þegar krakkarnir voru ræstir! Einhver þreyta var í mannskapnum, en þó enginn morgunfúll, heldur allir glaðir að takast á við nýjan dag. Að venju var hafragrauturinn vinsælasti morgunmaturinn og flestir tóku þeirri áskorun að fá sér lýsi með morgunmatnum. Þá var fánahylling og söng hópurinn hinn fallega söng, ,,Fáni vor sem friðarmerki."
Eftir tiltekt í herbergjum var haldið í rústagönguna vinsælu, en þá er gengið að gömlum rústum hér í nágrenninu og þar sem falinn er fjársjóður í formi sælgætispoka! Í hádegismatinn var ofnbökuð ýsa, sem rann ljúflega niður eins og flest það sem í boði er hjá okkar kæru ráðskonum. Eftir hádegið var fræðslustund og föndur, en að þessu sinni voru útbúnar glæsilegar myndir á glærur, sem má svo festa á gler þegar heim er komið! Eftir kaffi var svo haldið í bandý- og brennómót og að því loknu var svo kvöldmatur, sem samanstóð af hrærðu skyri og brauði og var vel borðað af matnum.
Að þessu sinni sáu herbergi 5 og 6 um kvöldvökuna sem heppnaðist mjög vel. Kvöldkaffi og kvöldbænastund voru með hefðbundnum hætti og nú eru allir komnir í ró og hlakka til að takast á við verkefni morgundagsins. En á morgun verður ferðadagurinn okkar, þá munum við versla okkur sælgæti í KHB, fara í Selskóg og síðan í sund! Það eru vinsælar ferðir og skemmtilegar... fréttir frá ferðinni annað kvöld!
Flokkur: Bloggar | 29.6.2007 | 00:04 (breytt kl. 00:38) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.