27. júní!

Það verður ekki sagt að veðrið hafi leikið við hópinn í dag! Dagurinn hófst skv. dagskránni kl. 8.30 þegar Hlín vakti hópinn og áttu börnin misauðvelt með að vakna. Þá tók við morgunmatur og fánahylling og var ákveðið, þar sem nokkuð lygnt var á vatni, að fara á bátana strax á eftir. Var mikið fjör á bátum, þrátt fyrir rigninguna og nokkra gjólu sem var komin undir hádegið, en engum var meint af og allir fóru sáttir í land eftir skemmtilega bátsferð.
Í hádegismat var afar bragðgott lasagne sem var afar gott og þá var farið í fræðslustund, en þema þessarar viku í fræðslunni er heilagur andi! Er fræðsluefnið skemmtilegt og fer að mestu fram í formi leikrits, þar sem leiðtoginn spjallar við dúfu sem kemur í heimsókn í sumarbúðirnar, afar skondið og skemmtilegt, en umfram allt lærdómsríkt. Eftir fræðsluna er föndur, og í dag útbjuggu krakkarnir fallega trékrossa sem þau máluðu svo og munu foreldrarnir sjá afraksturinn þegar þau koma og sækja börnin! Að loknu föndrinu var kaffi og var brauð og nýbökuð sjónvarpskaka á boðstólnum. Að afloknum kaffitíma var farið í fáránleika, sem eru skemmtilegir leikar, þar sem keppt er í furðuþrautum eins og skósparki og fleiru og var afar skemmtilegt. Þá var kvöldmatur sem samanstóð af ávaxtagraut og brauði og við tók þá kvöldvaka sem herbergi þrjú og fjögur sáu um og tókst hún mjög vel og mikil og góð stemning á vökunni. Í kjölfarið var kvöldbænastund og þá tók við kojan og nú eru allt komið í ró í búðunum og bíða krakkarnir spennt eftir næsta degi, og er það einlæg von okkar að veðrið verði eitthvað fallegra á morgun! En dagurinn í dag hefur verið frábær, krakkarnir jákvæðir og allt gengið eins og í sögu og engin alvarleg vandamál komið upp!!!! Fleiri fréttir annað kvöld...!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband