Síðasti heili dagur 1. flokks rann upp bjartur og fagur og að þessu sinni sváfu allir vel og fram á níunda tímann. Þegar leið á morguninn tók þó að hvessa allverulega og um leið kólnaði. Við fengum samt góða gesti í heimsókn, þær Tíbrá og Mörtu með þrjá hesta og fengu allir að fara á hestbak sem vildu. Þeir sem biðu eftir að komast á hestbak fóru í skemmtilega leiki á meðan, t.d. skókast og að hlaupa í skarðið.
Börnin tóku vel til matar síns í hádeginu en þá var ljúffengt hakk og spagettí í matinn. Eftir hádegi tók fræðsla dagsins við, leikþáttur um Pál postula og starf Heilags anda. Föndraðir voru trékrossar en líka teiknað og litað. Þá voru krakkarnir duglegir að senda hver öðrum leynivinabréf. - Þó að hraustlega hafi blásið eftir kaffið lét enginn það á sig fá heldur klæddu menn sig bara vel og héldu út í fjársjóðsleit (sælgæti) og fleiri leiki. Kvöldmaturinn síðasta kvöldið var svo hin sívinsæla Eiðapitsa og með henni hófust hátíðahöld síðasta kvöldsins, lokakvöldsins, en þá er alltaf margt til gamans gert. Leiðtogarnir léku brennóleik við sigurlið krakkanna og sáu síðan um síðustu kvöldvökuna og brugðu á leik. Loks fengu allir ís og fylgdust með síðasta fræðsluleikþætti vikunnar.
Nú eru allir sofnaðir í síðasta skiptið, þreyttir og ánægðir krakkar sem héðan fara heim kl. 13 á morgun. Við þökkum fyrir ánægjulega samveru og vonumst til að sjá sem flesta að ári! Kveðja frá starfsfólki sumarbúðanna.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan blessaðan Daginn.
Það er búið að vera frábært að fylgjast með á þesari síðu og gaman að sjá að tæknin er kominn í notkun hjá sumarbúðum á Eiðum. Þið erum alveg frábærir leiðtogar og að myndunum að dæma eru allir ánæðir.
Takk fyrir frábæra umgjörð
Kv Heiðar
Heiðar Már (Pabbi Bjarneyjar) (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 11:21
Ég þakka hjartanlega fyrir dóttur mína, Jónu Maríu !
Vel haldið utan um börnin, frábærir leiðtogar og góður andi !
Er ekki bara sami tími að ári ?
Vináttukveðjur Svana og Jóna María
Svana (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 11:43
Takk kærlega fyrir Orminn minn hann Mikael Natan..
Minn maður hæstánægður eins og eftir dvölina í fyrra
og kemur pottþétt á næsta ári..
Kærar kveðjur, Jóhanna og Mikael Natan
Jóhanna mamma hans Mikaels (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.