22.júní - hátíðardagur

Bjartur og fagur rann upp hátíðisdagur í sumarbúðunum í dag. Klukkan var orðin rúmlega 8 þegar fyrstu börn fóru á stjá. Hin hefðbundnu morgunverk, morgunmatur og fánahylling voru að sjálfsögðu viðhöfð og á eftir var farið í fótboltamót á vellinum. Mikil stemning skapaðist og mikil keppni í mannskapnum. Þegar leið að hádegi höfðu krakkarnir fataskipti og fóru í sitt fínasta púss, enda gekk hátíðin garð á hádegi, þegar okkar kæru ráðskonur þær Valla og Guðný báru fram dýrindis lambalæri, úrbeinað að austan. Rann kétið ljúflega niður og í eftirrétt var vanilluís með hinum ýmsustu sósum. Eftir hátíðarsteikina var farið að undirbúa messuna, var krökkunum skipt upp í hópa, sönghóp, leikhóp, bænahóp, lestrar og skreytingahóp og í messunni stóðu allir hóparnir sig með stakri prýði. Valný Lára söng einsöng og gerði það stórkostlega! Eftir messu og messukaffi var skipt um dress og farið í hversdagsfötin og keppt í bandímóti auk annarrar afþreyingar á stéttinni. Sólin lék við okkur og hitinn fór hér upp úr öllu valdi (svona hér um bil) :) Í kvöldmat var stafasúpa og heimabakað brauð við góðar undirtektir krakkanna og mæltist svo einum fyrir að hann væri trúlega búinn að borða yfir 1000 stafi og það bara í kvöld! :)

Kvöldvakan gekk vel undir stjórn Eyrúnar og stúlknanna í herbergjum 6 og 7 og tók þá við kvöldkaffi og helgistund áður en haldið var í háttinn. Góður dagur að kveldi kominn. Á morgun fáum við skemmtilega heimsókn, en þá munu þrjú hross kíkja í bæinn með eigendum sínum og við fáum að fara á bak. Fleiri fréttir á morgun... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært framtak hjá ykkur, góðir leiðtogar greinilega. Mikið er ég þakklátur fyrir drenginn og veit af honum í öruggum höndum ykkar. Þið eruð alveg hreint frábær öll sem eitt!

Jón, pabbi Bjarka (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband