21. júní - ferðadagur

Upp rann bjartur og fagur, en heldur hvass ferðadagur. Börnin voru ekki alveg eins árrisul þennan morguninn, en þó voru þau flest vöknuð áður en vekjarinn hún Hlín fór á stúfana! Allir voru glaðir í morgunmatnum og komu svo sprækir í morgunstund, eftir tiltekt í herbergjum. Var mikið stuð í morgunstundinni og föndur þessa dags var að mála myndir með gluggalitum á glærur. Glærurnar mega börnin svo taka með heim og á að vera hægt að skreyta rúðurnar heima með myndunum. Eftir ljúffenga, sjófrysta í ýsu sem flestir borðuðu með bestu lyst undirbjuggu krakkarnir sig svo fyrir ferðina og var haldið með Tanna Travel á Egilsstaði. Á Egilsstöðum var tekið á móti okkur í söluskálanum þar sem hver verslaði sér sælgæti fyrir 300 krónur! Þá var haldið í Selskóginn þar sem var farið í skemmtilega leiki, í rólurnar, rennibraut og fleira og drukkið kaffi, svona til þess að hafa þetta eins og í alvöru ,,pikknikki" (lautarferð). Þá var haldið í sundið, þar sem leiðtogarnir voru kaffærðir og var mikið stuð í lauginni. Úr lauginni var svo haldið heim á Eiðar, þar sem við grilluðum pylsur og þá var kvöldvaka, sem var að venju mikil stuðstund, sem stúlkurnar úr herbergjum 4 og 5 sáu um. Að henni lokinni var kvöldkaffi, og þá róleg kvöldstund og þá var komið sér í háttinn og voru börnin ekki lengi að sofna, enda þreytt eftir annasaman dag!

Nokkrar myndir eru komnar til viðbótar frá deginum í dag og má finna þær hér til hliðar. Það er gaman að fá kveðjurnar frá ykkur í gestabókina og hvet ég ykkur til að skrifa og láta vita af lestrinum. Á morgun verður hátíðardagur, þar sem verður lambalæri og ís í matinn, auk þess sem við verðum með guðsþjónustu hér í sumarbúðunum! Annars, fleiri fréttir á morgun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband