Í dag var frábært veður hjá okkur í sumarbúðunum. Krakkarnir voru heldur morgunsprækir, sumir voru vaknaðir um kl. 6 og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins. Leiðtogar báðu þó krakkana vinsamlegast um að sofa pínulítið lengur en allir voru vaknaðir kl. 8 og tók við hefðbundin dagskrá kl. 9. Í morgun var farið á báta og komust allir heilir heim úr bátsferðunum og án nokkurrar sjóveiki. Eftir ljúfan hádegismat sem samanstóð af kjötfarsi og kartöflumús tók við hefðbundin fræðslustund, þar sem Hlín fór á kostum sem dúfan í leikritinu! Leikritið fjallaði um sköpun mannsins og það að Guð gefur manninum lífið, og fyrir það eigum við að þakka!
Þá tók við föndur dagsins, sem var afar einfalt, þar sem þau áttu að teikna blindandi hvort annað og voru margar teikningarnar afar skrautlegar! Þá var farið í skemmtilega útileiki þar sem krakkarnir lærðu brennó og var mikil kátína og stemning í hópnum! Að kvöldi dags var hressandi kvöldvaka, sem stúlkurnar í herbergjum 8 - 10 stóðu að og var mikið hlegið og meðal annars fengur þeir Þorvaldur og Óli Jói kalda vatnsgusu yfir sig þar sem þeir stóðu og sungu krummi krunkar úti!
Stefnan er svo sett á ferð á morgun og verða frekari fréttir sagðar annað kvöld! Myndir frá deginum má sjá í albúminu "flokkur 1" hér til hliðar.
Flokkur: Bloggar | 20.6.2007 | 22:38 (breytt 21.6.2007 kl. 00:07) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ :)
Frábært að þið séuð komin með blogg um sumarbúðirnar og gaman að sjá myndir.
Kveðja
Jóhanna, Mamma hans Mikaels Natans
Jóhanna mamma hans Mikaels (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.