Dagurinn í dag hefur verið dásamlegur, enda hátíðardagur mikill hér í sumarbúðunum.
Hefð er fyrir því að kalla miðvikudaginn hér í sumarbúðunum við Eiðavatn sunnudag", enda skipuleggjum við og höldum guðsþjónustu hér þar sem börnin eru í aðalhlutverki.
Sr. Jóhanna var prestur í guðsþjónustunni og mun hugleiðing hennar án nokkurs vafa lengi lifa í minni barnanna. En eins og áður sagði voru börnin í aðalhlutverki; í leiklistarhóp, tónlistarhóp, bæna- og lestrarhóp og skreytingarhóp. Allir stóðu sig prýðilega og áttu vel skilið þær dásamlegu veitingar sem Guðný og Kristjana buðu upp á í dag. Meðal annars fengu börnin að bragða brauð sem þau sjálf mótuðu og bökuðu á þriðjudeginum. Brauðið var gott og lambasteik dagins alls ekki síðri!
Strákarnir á herbergi 1. sáu um kvöldvökuna og fóru á kostum, enda vel sáttir eftir sigur í brennómóti dagsins. Það var mikið hlegið, þá sérstaklega þegar Hr. Kanína kíkti í heimsókn en sá karakter gleður börnin meira en flest.
Kvöldið endaði að venju á stuttri hugleiðingu í bland við hugljúfa kvöldsálma, áður en haldið var í háttinn.
Allir sáttir og sælir eftir daginn, en bíða spenntir eftir áframhaldandi ævintýrum.
Hefð er fyrir því að kalla miðvikudaginn hér í sumarbúðunum við Eiðavatn sunnudag", enda skipuleggjum við og höldum guðsþjónustu hér þar sem börnin eru í aðalhlutverki.
Sr. Jóhanna var prestur í guðsþjónustunni og mun hugleiðing hennar án nokkurs vafa lengi lifa í minni barnanna. En eins og áður sagði voru börnin í aðalhlutverki; í leiklistarhóp, tónlistarhóp, bæna- og lestrarhóp og skreytingarhóp. Allir stóðu sig prýðilega og áttu vel skilið þær dásamlegu veitingar sem Guðný og Kristjana buðu upp á í dag. Meðal annars fengu börnin að bragða brauð sem þau sjálf mótuðu og bökuðu á þriðjudeginum. Brauðið var gott og lambasteik dagins alls ekki síðri!
Strákarnir á herbergi 1. sáu um kvöldvökuna og fóru á kostum, enda vel sáttir eftir sigur í brennómóti dagsins. Það var mikið hlegið, þá sérstaklega þegar Hr. Kanína kíkti í heimsókn en sá karakter gleður börnin meira en flest.
Kvöldið endaði að venju á stuttri hugleiðingu í bland við hugljúfa kvöldsálma, áður en haldið var í háttinn.
Allir sáttir og sælir eftir daginn, en bíða spenntir eftir áframhaldandi ævintýrum.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefði nú viljað vera fluga á vegg þegar kvöldvakan sem strákarnir í herbergi 1 sáu um :) Dásamlegt að allir skemmta sér vel - Helga Dögg, mamma Kristjáns Jakobs
Helga Dögg Teitsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 12:53
Já það hefði nú verið gaman að vera fluga á veggnum þetta kvöld...yndislegt hvað allir eru sælir og glaðir þarna.....Bjarney Kolbrún, mamma Hafsteins Jökuls
Bjarney Kolbrún Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 23:42
Gaman að sjá hvað allir eru glaðir og skemmta sér vel, og takk innilega fyrir að deila þessum fràbæru myndum :) kv Heidrún mamma Bjarts.
Heiðrún (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.