Sumarið 2012 hafið! Fyrstu tveir dagar 1.flokks

Jæja, þá er sumar í sumarbúðum hafið hér við Eiðavatn!
1. flokkur mætti sprækur til leiks mánudaginn 18. júní og hefur staðið sig ótrúlega vel fyrstu tvo daga sína. Þetta hafa verið frábærir dagar, enda breytist sumt ekki hér við Eiðavatn; maturinn er dásamlegur, umhverfið ótrúlegt og allir hressir og kátir, sama hvort um er að ræða leiðtoga eða börn.
Mánudagurinn byrjaði á móttöku og kynningu á sumarbúðunum. Eftir hádegismat var fræðslustund, en hana leiddi Davíð Þór ásamt Hjalta Jóni sumarbúðastjóra.
Stjarna fræðslustundarinnar var þó líklega Jón Jónsson þýðandi, persóna úr leikriti vikunnar sem Björn leiðtogi lék eftirminnilega og vakti mikla kátínu hjá börnunum.
Eftir útiveru og kvöldmat var komið að stúlkunum í herbergi 9. og 10. að leika listir sínar en þær sáu um kvöldvökuna fyrsta kvöldið. Heppnaðist kvöldvakan hreint ótrúlega vel og allir fengu að hlæja nóg.
Á hverju kvöldi enda svo allir á því að eiga rólega kyrrðarstund saman á sal þar sem sögð er stutt hugleiðing, hugljúfir kvöldsálmar sungnir og farið með bæn fyrir svefninn.

Þriðjudagurinn hófst á heldur betur hressandi hátt, en eftir morgunmat var lagt af stað í leiðangur.
Farið var í göngutúr að tjörn og þegar að tjörn var komið fengu börnin að róa á kanó.
Krökkunum fannst það ekki lítið skemmtilegt og voru fljót að ná lagi á þeirri íþrótt að róa.
Svangir göngugarpar mættu í enn eina dásamlega máltíðina hjá Kristjönu og Guðnýju það hádegið.
Fræðslustundin var á sínum stað og leikritið hélt áfram að gefa og gleðja.
Davíð Þór ræddi við börnin um mikilvægi þess að leyfa ljósi sínu að skína, en það má segja að ljósið hafi verið þema dagsins því Hjalti sumarbúðastjóri talaði eins um ljósið í kvöldhugleiðingu sinni.
Börnin voru öll sammála um það að hver og einn væri einstakur og hefði margt fram að færa, voru raunar ekki lengi að kenna leiðtogunum sitt hvað í öllum umræðum dagsins.
Kvöldvakan var ekki síðri annað kvöldið hjá strákunum í herbergjum 3. og 4. heldur en hún hafði verið það fyrsta. Mikið hlegið, mikið stuð.
Það má með sanni segja að hér við Eiðavatn sé gaman að vera, enda sofa allir nú, þegar þessi orð eru skrifuð, vært með bros á vör.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að sumarbúðirnar eru komnar á skrið :) Skemmtið ykkur vel í sumar! Skrítið að ekki vera með, hehe!

Marta Elísabet (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 08:33

2 identicon

En frábært að hafa fundið þessa síðu :) Gaman að fylgjast með úr fjarlægð. Vona að hann Kristján Jakob minn sé ánægður- Helga Dögg (mamma Kristjáns Jakobs)

Helga Dögg Teitsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband