Sunnudagur- sparidagur

Dagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt með morgunmat og fáránleikum. En frá hádegi héldum við sunnudag hátíðlegan, ekki af því að við séum orðin rugluð heldur er hefð fyrir því að hafa einn sparidag í hverjum flokki. Öll börnin og leitogarnir klæddu sig í betri fötin. Við fengum hátíðlegan hádegismat, sem börnin borðuðu vægast sagt með bestu lyst. Sagan segir að sum hafi farið fjórar ferðir. Og ís í eftirrétt.
Við undirbjuggum og vorum með guðsþjónustu og glæsilegar tertur í messukaffinu. Eftir kaffi var hópmyndataka í sparifötunum. En eftir það máttu börnin fara í sín venjulegu föt og ærslast á ný.
Þá var haldið brennómót 4. flokks. Úrslitin koma í ljós á morgun, en sigurliðið fær að keppa við lið leiðtoga á föstudag og er það að margra mati hápunktur vikunnar.
Eftir kvöldmat héldu síðustu herbergin kvöldvöku og svo var farið í háttinn eftir hugleiðingu og bænastund.
Við erum svo ánægð með þennan hóp. Okkur finnst þau svo kraftmikil og jákvæð og góður mórall í hópnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband