Fyrsti dagur 4. flokks!

Loksins loksins kom sumarið- auðvitað með 4. flokki. Við áttum alveg hreint frábæran dag, með frábærum hóp. Við settum sumarbúðirnar á hefðbundinn hátt, fengum fræðslu og vegna sérstakrar veðurblíðu eyddum við svo mestum hluta dagsins utandyra. Fórum í hópleiki og svo var hópnum skipt á bátana og kanóana. Eftir alla útiveruna og leikina voru börnin glorhungruð og borðuðu kvöldmatinn með bestu lyst.
Fastir dagsskrár liðir voru auðvitað á sínum stað og kvöldvakan var hress eins og hefðir gera ráð fyrir, með söng, leikjum og miklum hlátrasköllum.
Nú eru öll börn komin í ró og flest sofnuð, spennt fyrir morgundeginum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra!

Jónína mamma Jónínu og Sonju (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband