Fimmtudagur í sumarbúðunum

Það var dimmt yfir þegar krakkarnir vöknuðu kl. hálf níu á fimmtudagsmorgni. En það breytti því þó ekki að mikil stemning var í krakkahópnum eins og fyrr. Eftir hina föstu liði morgunsins var farið í hina sívinsælu fáránleika þar sem keppt er í ýmsum skrýtnum íþróttum, s.s. blindandi vítaspyrnu, tuskukasti, breiðasta brosinu, rúsínuspýtingum og fl. Í hádegismat fengum við borgfirska soðna ýsu sem rann ljúflega niður hjá öllum börnunum. Eftir hádegismatinn var fræðslustundin góða og er óhætt að segja að börnin haldi vel athyglin á meðan fræðslan fer fram. Síðan var farið í skotbolta, og þeir sem komu með veiðstöng renndu fyrir fisk. Það er óhætt að fullyrða að það hafi verið ósköp lítið að hafa því enginn beit á. En veiðiferðin var skemmtileg og mikið ævintýri sem því fylgdi. Eftir ljúffenga pizzu var kvöldvaka í umsjón leiðtogana og var mikið hlegið að fyndnyum leikþáttum og skrýtnum búningum. Að því loknu fengu allir íspinna og fórum við svo út í rjóðrið okkar þar sem við áttum rólega stund fyrir svefninn. Var þetta góður dagur og börnin fljót að sofna.
Nú er runninn upp síðasti dagurinn. Það verður söknuður af þessum góðu börnum sem hafa verið mjög glöð og jákvæða þessa daga hjá okkur. Við þökkum fyrir samveruna og vonumst til að þau komi aftur til okkar að ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband