Gærdagurinn (miðvikudagur) rann upp eins og fyrri dagar bjartur og fagur. Ekki voru margir vaknaðir þegar Hjalti ræsti mannskapinn kl. 8.30. Hófst dagurinn með venjubundnu sniði, þar sem fáninn var hylltur og fengið sér morgunverð. Þá tók við mikil ganga út að stórri tjörn hér sunnan við sumarbúðirnar, en þar eru nokkri kanóar sem krakkarnir fengu að leika sér á. Á meðan annar helmingurinn var í indjánaleik á tjörninni, sleiktu aðrir sólina á bakkanum og er óhætt að segja að það hafi verið hálfgerð Mexíco-stemning hjá okkur. Þegar heim var komið, drifu sig allir í fínni föt, settust svo við flott veisluborð þar sem stekt lambalæri var á borðum. Hófst þá undirbúningur að hátíðarmessu, þar sem allir lögðu sitt af mörkum til að messan yrði sem flottust, kór var skipaður, leikhópur lék Guðspjallið, lesarar lásu ritningarlestra og svo var hópur sem gerði salinn að kirkju. Messukaffið samanstóð af marengs, súkkulaðiköku og sírópslengju. Eftir kaffi var farið í mikið kapphlaup í númeraratleik sem gengur út á að finna með með númerum sem komið hafið verið fyrir í kringum húsið, leysa skemmtilegar þrautir. Það lið sem var fyrst til að finna 55 miða vann. Var mikið fjör og mikið kapphlaup í blíðunni hjá okkur í gær. Við tók pylsuveisla og kvöldvaka þar sem var mikið hlegið og sprellað eins og fyrri kvöld. Við breyttum svo út af vananum og áttum rólega kvöld stund í rjóðri hér skammt frá, þar sem börnin nutu náttúrunnar, veðurblíðunnar og góðrar stundar í lok dags. Það voru því sæl og þreytt börn sem gengu til náða rétt um kl. 22 í gærkvöld.
Við erum ákaflega glöð með hópinn, hann er skemmtilegur og gaman að hafa hvert og eitt barn með okkur í sumarbúðunum.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hreint frábært :) þvílík skemmtun fyrir krakkana, það liggur við að maður heyri hláturinn í gegnum myndindar, svo innileg eru þau :) hlakka til á hverjum degi að lesa bloggið:) Haldið áfam að hafa gaman.
Ósk Þorsteinsdóttir, mamma Evu Maríu..og ömmusystir Arnórs :) (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 11:59
Ég tek undir þetta, það er frábært að fylgjast með hérna! Ég er búin að kvitta áður og get bara ekki annað, ég var einmitt að hugsa þegar ég sá hláturmyndirnar að það lægi við að maður heyrði hláturinn. Kveðja frá Hornafirði, Alla Fanney (mamma Birnu Rósar).
Aðalheiður Björnsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.