Það voru flestir vaknaðir og spenntir að takast á við verkefni nýs dags þegar Hjalti ætlaði að ræsa mannskapinn. Fyrsti heili dagurinn rann upp hlýr og fagur, þó sólin hafið aðeins látið bíða eftir sér. Að sjálfsögðu var fáninn okkar hylltur, þá var gengið til morgunverðar. Voru margir í hópnum sem fengu sér hafragraut í morgunmat, aðrir kornflögur en þó er sumarbúðarblandan (sem er blandað saman Coca puffs og Cherios) vinsælust. Eftir morgunmatinn tók við bátafjör eins og myndirnar okkar frá því í dag sýna svo glögglega þegar róið var út í Fjaðurey. Eftir hádegið tók svo við fræðsla með hressandi og skemmtilegum leikþætti og svo var föndruð falleg bókamerki sem foreldrar munu líta augum á föstudag. Eftir kaffið var farið í gönguóvissuferð og ævintýraleiki út í rústunum og þar fengum við blankandi sól og spánarblíðu. Fórum við meðal annars í ratleik og spiluðum Kubb. Að kvöldverði loknum var kvöldvaka þar sem var fíflast, sprellað og umfram allt mikið hlegið. Það voru sæl börn sem lögðust til hvílu nú rétt fyrir kl. 22.
Við erum ákaflega glöð með krakkana sem taka þátt í sumarbúðunum. Þetta er fjölbreyttur hópur, en umfram allt eru þau kurteis og skemmtileg.
Flokkur: Bloggar | 5.7.2011 | 22:23 (breytt kl. 22:27) | Facebook
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló halló!
Það er greinilega alltaf fjör í sumarbúðunum - er viss um að allir eru alsælir með dvölina! Það verður gaman að heyra meira þegar þau koma heim. Kveðja frá Hornafirði, Alla Fanney (mamma Birnu Rósar).
Aðalheiður Björnsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 12:44
daginn! Vá það er greinilega mikið fjör hjá ykkur. Flottar myndir og rosalega gaman að fylgjast svona með :) takk fyrir það. Kær kveðja til ykkar frá Reyðarfirði
Lísa Lotta(mamma Mörtu Lovísu )
Lísa Lotta (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.