Nú er sumarið komið í sumarbúðirnar. Ætli börnin sem komu hingað í gær hafi ekki komið með það með sér. Að minnsta kosti var hér hlýtt og logn þó sólin hafi ekki tekið þátt í gleðinni. Það voru sprækir krakkar sem mættu hér í gærmorgun, komu sér fyrir og fór svo á upphafssamveruna, þar sem allir kynntu sig með nafni og sögðu hvaðan þau væri. Auk þess sögðu þau hvað þeim þætti best að borða. Athyglisverðast þótti þegar krakkar frá Höfn sagði að þeim þætti humar ekki góður. En það var hins vegar góð máltíð hjá stelpunum í eldhúsinu, fiskibollur í karrý með hrísgrjónum og heimabökuðu rúgbrauði. Þá tók við fræðslustund, sem fer fram í leikritaformi þar sem leiðtogarnir bregða sér í ýmis hlutverk, meðal annars í líki dúfu og fleiri skemmtilegra persóna. Í kaffinu var ostaslaufa, kaka og kleinur og þá tók við stórt og mikið brennómót. En það var lið sem valdi sér hið hógværa nafn kóngarnir sem unnu keppnina og munu heyja kappi við lið leiðtogana á föstudaginn. Í kvöld mat var hrært skyr og pizzasnúðar. Þá vor krakkarnir á borði tvö sem undirbjuggu kvöldvöku og myndir frá henni munu koma inn síðar í dag. En það er óhætt að segja að það hafi veri mikið fjör og mikill hlátur á kvöldvökunni. Það voru þreyttir krakkar sem lögðust til hvílu um kl. 22 og voru flestir fljótir að sofna.
Myndir koma inn í dag og hvern dag fram á föstudag.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.