Fimmtudagur 30. júní
Börnin fengu að sofa út í morgun þar sem við fórum í seinna lagi að sofa í gær. Allir voru glaðir að sjá hvað veðrið var gott og þegar fáninn var dreginn á húni bærðist hann varla. Eftir morgunmat fóru allir í björgunarvesti og lagt var af stað út á báta. Nokkrir fóru út á vatn á árabáta en meirihlutinn fór í smá göngutúr út að tjörn og fóru á kanó. Kanóferðin varð lengri en ætlunin hafði verið, enda þótti öllum gaman að sigla kanó í sól og blíðu. Eftir hádegismatinn var efnt til furðuleika og keppt var í mörgum spennandi íþróttum eins og tuskukasti, ólífuspýtingum, blindandi vítaspyrnukeppni, negla nagla o.fl. Börnin skemmtu sér konunglega enda fengu þau að hlaupa um svæðið léttklædd. Eftir kaffi fórum við að mála krukkur og fórum síðan út í góða veðrið. Pizzan í kvöldmatinn vakti mikla lukku og var henni gerð vel skil. Stelpurnar í herbergi 4, 5 og 6 sáu um kvöldvöku og gekk það glimmrandi vel. Eftir kvöldvöku voru allir sendir í útiföt og við fórum út í skóg þar sem búin hefur verið til lítil skógarkapella. Þar héldum við stutta helgistund og notuðum kertastjakana sem þau höfðu málað til þess að minna okkur á að við erum öll ólík og einstök. Börnin voru ekki lengi að sofna í kvöld enda langur og góður dagur að kveldi kominn.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló ! Gaman að sjá hvað börnin skemmtu sér vel þrátt fyrir að veðrið væri ekkert sérstakt.Takk fyrir okkar dóttur,hún skemmti sér alveg konunglega,hefur bara sjaldan verið svona kát eins og hún var eftir þessa veru hjá ykkur .
Gyða og Keli foreldrar Lovísu Líf.
Gyða Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.