2. flokkur, dagur 3

Miðvikudagur 29. júní

Í dag var veisludagur á Eiðum. Eftir fánahyllingur og morgunmat fóru öll börnin út í leiki, brennó, pókó, kubb og fótbolta. Síðan völdu börnin sér undirbúingshópar fyrir guðþjónustu, í boði voru leiklistarhópur, bænahópur, sönghópur og skreytingarhópur. Fyrir hádegismat fengu börnin tíma til þess að fara í betri fötin. Konurnar í eldhúsinu slógu í gegn með því að hafa kjúklingaleggi með frönskum, hrísgrjónum, baunum og sósum. Ekki skemmti heldur ísinn sem var í eftirrétt stemninguna. Eftir hádegimatinn héldum við guðþjónustu undir styrkri stjórn sr. Þorgeirs Arasonar og börnin sáu um flesta messuliði og stóðu sig með stakri prýði. Eftir guðþjónustuna var smá frjáls tími þar sem flestir fóru að undirbúa eitthvað fyrir leynivininn sinn. Síðan var börnunum boðið til veislu þar sem boðið var upp á marenstertu og fleiri krásir. Eftir kaffi fóru allir í regngalla og gengið var út í rústir þar sem farið var í leiki og saga staðarins kynnt fyrir börnunum. Eftir kvöldmat voru það herbergi nr. 1, 2, og 3 sem að undirbjuggu kvöldvöku. Það var mikið hlegið og sprellað limbókeppni og fleira. Eftir ávexti og hugleiðingu fóru allir að bursta og koma sér í bólið. Þegar leiðtogarnir voru komnir inn á herbergi heyrðist allt í einu mikill hávaði á ganginum en þá var byrjað kósýkvöld og öllum börnunum safnað saman í salnum við horfðum á myndina Narníu 3. Einhverjir sofnuðu á meðan á sýningu stóð. Ákveðið hefur verið að vekja börnin seinna á morgun svo að að allir fái sinn svefn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband