Þriðjudagur 28. júní
Öll börnin voru steinsofandi kl. 8. 30 í morgun þegar þau voru vakin og voru þau misfljót að fara á fætur. Eftir morgunleikfimi, fánahyllingu og morgunmat voru allir settir í regngalla og kallaðir út á stétt þar sem boðið var upp á gönguferð, kubb og pókó. Veðrið var gott og milt og þau skemmtu sér vel. Eftir lasagna og heimabakað brauð héldum við fræðslustund þar sem við fræddumst um skírn Jesú. Opnaður var sérstakur vinabandabanki þar sem þeir sem ekki eru góð í að gera vinabönd gátu fengið keypt vinabönd til þess að gefa leynivini sínum. Strákarnir voru ekki lengi að nýta sér þessa þjónustu, en hvert vinaband kostar eitt bros. Sumar stelpurnar voru mjög öflugar í því að leggja inn á bankann. Eftir kaffi þar sem boðið var upp heimabakað góðgæti voru allir settir í galla og farið var niður á fótboltavöll og allir voru með í skotbolta og hlaupa í skarðið. Það var mikið fjör og allir höfðu gott af hreyfingunni. Það voru rennandi blaut og glöð börn sem komu inn eftir allan leikinn. Þegar allir voru búnir að skipta um föt var efnt til hárgreiðslukeppni og það vantaði svo sannarlega ekki áhugann hjá bæði strákum og stelpum. Dómnefndin átti ekki auðvelt með að velja sigurvegara í þessari frábæru keppni. Eftir kvöldmatinn fóru stelpurnar í herbergjum 7 og 8 að undurbúa kvöldvöku sem gekk einstaklega vel. Eftir helgistund fóru allir að undirbúa sig fyrir háttinn. Flokkurinn hefur gengið eins og í sögu allir hressir.
Öll börnin voru steinsofandi kl. 8. 30 í morgun þegar þau voru vakin og voru þau misfljót að fara á fætur. Eftir morgunleikfimi, fánahyllingu og morgunmat voru allir settir í regngalla og kallaðir út á stétt þar sem boðið var upp á gönguferð, kubb og pókó. Veðrið var gott og milt og þau skemmtu sér vel. Eftir lasagna og heimabakað brauð héldum við fræðslustund þar sem við fræddumst um skírn Jesú. Opnaður var sérstakur vinabandabanki þar sem þeir sem ekki eru góð í að gera vinabönd gátu fengið keypt vinabönd til þess að gefa leynivini sínum. Strákarnir voru ekki lengi að nýta sér þessa þjónustu, en hvert vinaband kostar eitt bros. Sumar stelpurnar voru mjög öflugar í því að leggja inn á bankann. Eftir kaffi þar sem boðið var upp heimabakað góðgæti voru allir settir í galla og farið var niður á fótboltavöll og allir voru með í skotbolta og hlaupa í skarðið. Það var mikið fjör og allir höfðu gott af hreyfingunni. Það voru rennandi blaut og glöð börn sem komu inn eftir allan leikinn. Þegar allir voru búnir að skipta um föt var efnt til hárgreiðslukeppni og það vantaði svo sannarlega ekki áhugann hjá bæði strákum og stelpum. Dómnefndin átti ekki auðvelt með að velja sigurvegara í þessari frábæru keppni. Eftir kvöldmatinn fóru stelpurnar í herbergjum 7 og 8 að undurbúa kvöldvöku sem gekk einstaklega vel. Eftir helgistund fóru allir að undirbúa sig fyrir háttinn. Flokkurinn hefur gengið eins og í sögu allir hressir.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.