2.flokkur, dagur 1

Mánudagurinn 27. júní

Fyrsti dagurinn í öðrum flokki gekk ljómandi vel. Eftir heimagerðar fiskibollur héldum við fræðslustund þar sem við ræddum um tákn kristinnar trúar og þá sérstaklegan krossinn og dúfuna tákn heilags anda. Eftir fræðslustundina bjuggu börnin til krossa úr gluggamálingu sem þau taka með sér heim. Síðan skráðu þau handaför sín í dagbók sumarbúðanna sem er listaverk uppi á vegg með handaförum allra barna sumarbúðanna í sumar. Eftir nýbakaða snúða, kleinur og kökur fóru allir út í brennókeppni en þá hafði stytt upp og allir höfðu gott að útiverunni. Eftir kvöldmatinn fóru stelpurnar í herbergi 9 og 10 að undirbúa kvöldvöku sem þær stjórnuðu með mikilli prýði. Eftir kvöldhressingu og stutta helgistund þá fór öll hersingin að bursta og búa sig í rúmið. Það voru nú ekki allir á því að það væri skynsamlega að nota nóttina í það að sofa og tala bara saman á morgun. En þegar þau voru komin í ró leið ekki langur tími þar til allir voru sofnaðir eftir viðburðaríkan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló halló! Gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur þótt blautt sé:)

   Kveðja Gyða og Keli foreldrar Lovísu Líf .

Gyða Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband