Þá er enn einn góði dagurinn að kvöldi kominn.
Dagurinn hófst á skemmtilegum "fáránleikum" þar sem m.a. var keppt í skósparki, vítaspyrnukeppni með bundið fyrir augun, eggjaboðhlaupi og hestahlaupi svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og fóru á kostum.
Eftir að hafa borðað steiktan fisk í hádegismat var farið á fræðslustund. Þar heyrðum við söguna um Pál og Ananías og hvernig andi Guðs starfaði í þeim. Að því loknu bjuggum við okkur til litla krossa og skreyttum þá í öllum regnbogans litum.
Brennókeppnin vinsæla fór fram í dag og á morgun mun sigurliðið keppa við leiðtogana. Sigurvegararnir voru krakkarnir úr herbergjum 4 og 7 og hafa þau lofað okkur því að þau muni fara létt með að sigra okkur leiðtogana. Við skulum spyrja að leikslokum :o)
Pizzan sló svo rækilega í gegn í kvöldmatnum og kvöldvakan ekki síður. Í lok hennar var svo boðið upp á frostpinna sem runnu ljúflega niður.
Nú eru allir komnir í ró og eru leiðtogarnir að lesa og biðja með krökkunum inni á herbergjum fyrir svefninn.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fá að fylgjast með og heyra hvað allir skemmta sér vel og njóta lífsins.
Kv, Ásta mamma Ara Björns
Ásta mamma Ara Björns (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 23:17
Æðislegt að sjá hvað það er skemmtilegt hjá ykkur og hvað þau njóta þess að vera þarna í sumarbúðunum. Það að skoða þessar myndir vekur upp gamlar og góðar minningar úr sumarbúðum. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með :)
Kveðja,
Eygló mamma Guðrúnar Adelu
Eygló (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.