Dagur 3

Í dag var svokallaður veisludagur hjá okkur. Krakkarnir klæddu sig í betri fötin og við fengum bayonne-skinku með öllu tilheyrandi í hádegismat og ís í eftirrétt. Eftir matinn skiptum við okkur í hópa og undirbjuggu messu, sumir æfðu leikþátt, aðrir skreyttu salinn, enn aðrir æfðu söngva og einhverjir sömdu bænir og æfðu ritningarlestur. Messan gekk vel og að henni lokinni var boðið upp á rjómatertu og fleira góðgæti í kaffinu.

Seinnipartinn fórum við út í ratleik og höfðu allir gaman af því.

Kvöldvakan var svo á sínum stað, í dyggri umsjá strákanna í herbergjum 1, 2 og 3.

Það voru þreyttir krakkar sem fóru í rúmið í kvöld og sofa nú værum blundi, öll sem eitt.

Fleiri myndir eru komnar inn á myndasíðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ, gaman að heyra hvað allir skemmta sér vel dásamlegt að fá að fylgjast svona með.. manni langar helst að vera bara hjá ykkur kveðja Edda og Smári(foreldrar Róberts Þormars)

Edda Hrönn (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 08:11

2 identicon

Takk fyrir allar myndirnar og fréttirnar, frábært að fá að fylgjast með! Það rifjast ósjálfrátt upp fyrir manni hvað það var svakalega gaman í sumarbúðum og góður matur alltaf! Bestu kveðjur, Hildur (mamma Eiðs)

Hildur Briem (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 10:56

3 identicon

Mikið fjör greinilega! Gott að sjá stelpuna sína brosandi á öllum myndunum :) 

Kær, Kv, Inga og Hafliði.

Inga (mamma Rakelar Birtu) (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 11:47

4 identicon

Hæ, hæ það er gaman að geta lesið hér inni hvað þið eruð að bralla í sumarbúðunum. Ég get ekki ímyndað mér annað en að Fanney Ösp hafi það bara gott hjá ykkur :)

Bestu kveðjur Guðrún B. (mamma Fanneyjar Aspar)

Guðrún Bóasdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 15:32

5 identicon

Frábært að geta lesið og fylgst með :)

Hlakka til að sjá fleiri fréttir og myndir :)

Bestu kveðjur, Alda (mamma Davíðs)

Alda (mamma Davíðs) (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 21:45

6 identicon

Rosalega gaman að fá fréttir og skoða myndir frá þessu ævintýri hjá krökkunum.

Kveðja, Birna (mamma Helgu Maríu)

Birna Margrét Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband