Börnin vöknuðu kát og hress í morgun eftir góðan nætursvefn. Eftir fánahyllingu fengum við okkur morgunmat og var sumarbúðablandan vinsælust hjá hópnum.
Eftir morgunmatinn skunduðu allir á báta, ýmist á kanóa á tjörninni eða á árabáta á vatninu. Mikil gleði ríkti í hópnum og uppgötvaði margur ræðarahæfileika sína í dag.
Kristjana og Guðný í eldhúsinu buðu upp á gómsætt hakk og spaghetti í hádeginu, ásamt nýbökuðu brauði. Södd og sæl fórum við svo á fræðslustund þar sem Dúbbi dúfa heimsótti okkur og lærðum við meira um anda Guðs. Að því loknu útbjuggum við falleg bókamerki og allir drógu sér leynivin.
Á meðan stelpurnar í herbergjum 7 og 8 undirbjuggu kvöldvöku fóru nokkrir að veiða og má geta þess að einn fiskur veiddist en þar sem hann var heldur smár var honum sleppt í vatnið aftur. Kvöldvakan var svakalega skemmtileg, mikið sungið og enn meira hlegið.
Ávaxtahressingin var á sínum stað og helgistund í lokin.
Núna eru leiðtogarnir að lesa sögur inni á herbergjum og að því loknu fara allir að sofa, þreyttir og sælir eftir daginn.
Bendum ykkur á myndir sem eru komnar inn í myndaalbúm og við bætum við á morgun.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að lesa bloggið frá ykkur og frábærar myndir, greinilega mikið gaman og mikil gleði hjá ykkur :)
Eygeður (mamma Benediktu) (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:13
Frábært að geta lesið og séð hvað þið eruð að gera og alveg greinilegt að allir eru að skemmta sér vel. :-)
Fjóla (mamma Þorgerðar Siggu) (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 00:26
Það hefði verið gaman að vera fluga á vegg á kvöldvöku í gær. Góða skemmtun áfram :)
María Huld, mamma Evu Rakelar (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 12:08
Greinilega mikið stuð:) Skemmtið ykkur áframhaldandi:)
Berghildur Fanney, mamma Mörtu:) (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.