1. flokkur - dagur 1

Það voru kátir og skemmtilegir krakkar sem mættu hér galvaskir í morgun til sumarbúðadvalar. Eftir að búið var að koma öllum fyrir, með aðstoð foreldra, hittumst við í salnum, kynntum okkur hvert fyrir öðru og fórum í skemmtilega leiki. Kristjana og Guðný buðu svo upp á gómsætar fiskibollur með karrýsósu í hádeginu og runnu þær ljúflega niður. Eftir hádegismatinn fórum við út í gönguferð þar sem við kynntumst nærumhverfi hússins.

Fyrsta fræðslustundin var í dag þar sem við hittum fyrir Dúbba dúfu og heyrðum söguna um það hvernig Guð blés lífsanda í fyrsta manninn sem hann skapaði. Eftir það föndruðum við svolítið, stimpluðum og tíndum laufblöð.

Margir fóru að veiða í dag en enginn fiskur beit á að þessu sinni.

Eftir að hafa borðað skyr í kvöldmatinn fóru vaskir drengir úr herbergjum 4, 5 og 6 að undirbúa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel og virtust allir skemmta sér konunglega. Kvöldhressingin var á sínum stað sem og helgistund í lok dagsins.

Þegar þetta er skrifað eru allir komnir í ró og langflestir sofnaðir.

Á morgun koma inn fyrstu myndir úr flokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel - hlökkum til að sjá myndir!

kv Heiða og Palli, EGS

Heiða (fósturmamma Unnnars Birkis) (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 09:22

2 identicon

Frábærar myndir og greinilegt að það er gaman :) Hlökkum til að fylgjast með.

Kveðja, Inga og Hafliði

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband