Flestum gekk mun betur að sofna annað kvöldið sitt í sumarbúðunum en það fyrsta og sváfu vært og rótt. Í dag, á þriðja degi flokksins, hefur verið úrhellisrigning stóran hluta dagsins. Við létum það þó ekki stöðva okkur í að fara út heldur klæddum okkur bara þeim mun betur fyrir vikið. Eftir morgumatinn í morgun var því skundað niður á völl þar sem brennómóti flokksins lauk og einnig farið í fleiri leiki.
Í dag var messudagur og þar með sparifata- og veisludagur hjá okkur. Hádegismaturinn var því einkar veglegur eða bayonneskinka með kartöflum, grænmeti og sósu, mmm... og svo ís á eftir! Eftir mat var skipt í undirbúningshópa fyrir guðsþjónustuna þar sem sumir æfðu leikþátt, aðrir tónlistaratriði, enn aðrir undirbjuggu bænir og lestra og fjórði hópurinn skreytingar. Messan hófst svo kl. 14:30 og stóðu krakkarnir sig með mikilli prýði í henni og áttu skilið veglegt messukaffi ráðskonunnar, rjómatertu, skúffuköku og sírópslengjur!
Núna er hópurinn úti í "góða veðrinu" í spennandi ratleik þar sem verið er að leita að fjársjóð! Fram undan eru svo grillaðar pylsur í kvöldmatinn, nammi namm...
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega gaman að fylgjast með og greinilega mikið fjör
kveðja Stefanía og Þröstur ( foreldrar Sigursteins Má)
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 18:27
Vá ekkert smá flott dagskrá og þvílíkar veislur
held að
okkar komi meira en
heim. Kveðja Borghildur mamma Stefáns Alex.
Borghildur (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.