5. flokkur hafinn!

Þá er 5. og síðasti flokkur sumarsins hafinn hér við Eiðavatn og stútfullur hópur af sprellfjörugum börnum kominn í hús. Þegar mamma og pabbi voru búin að kveðja grislingana sína í morgun komu allir á sal til að kynnast hvert öðru og húsreglunum, læra nöfnin í laufléttum leik og syngja nokkra söngva. Í hádegismatinn voru fiskibollur með karrýsósu og meðlæti en eftir matinn fór Hjalti Jón með alla út í eitt stykki öflugan skotbolta enda veðrið prýðilegt.

Eftir spriklið var komið að fyrstu fræðslustund flokksins þar sem krakkarnir sáu fyrsta hluta framhaldsleikritsins um hann Jósef í Gamla testamentinu og ævintýri hans. Við byrjuðum líka að læra bænir og spjölluðum aðeins saman um gildi bænarinnar. Nú stendur yfir föndurstund þar sem glæsilegar lyklakippur eru í vinnslu. Einnig er leynivinaleikur að hefjast og ríkir mikil spenna yfir honum! - Fyrstu myndir flokksins eru væntanlegar á vefinn innan skamms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt takk fyrir þetta.

Bjarni pabbi hans Ívars Andra

Bjarni Þór (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 16:14

2 identicon

Það er gaman að geta fylgst með. Bestu kveðjur til 5. flokks og sérstakar kveðjur til Bennu og Siggu, Olga litla systur saknar þeirra mikið.

Kristjana mamma Bennu og Olga Snærós.

Kristjana (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 21:09

3 identicon

Virkilega gaman að sjá myndir og fá að fylgjast með!

Berglind, mamma Sigurjóns Svavars.

Berglind (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 22:40

4 identicon

Gaman að geta strax séð myndir og heyra hvað er verið að bralla,takk fyrir það.

               Kveðja. Gyða og Keli foreldrar Lovísu Líf .

Gyða Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 22:58

5 identicon

Gaman að sjá börnin í leik og starfi. Bestu kveðjur á alla í húsinu :) Mamma Stefáns Alex

Borghildur (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband