Já, enn einn góði dagurinn búinn hér hjá okkur við Eiðavatn. Fáránleikar fóru fram hér í morgun en þar er um að ræða Ólympíuleika í fáránlegum íþróttum. Sem dæmi um slíkar íþróttir má nefna tuskukast, blindandi vítaspyrnukeppni og skókast. Heppnuðust leikar vel og fóru þeir vel fram. Eftir hádegismatinn héldum við á fræðslustund og fylgdumst áfram með sögunni af Jósef og bræðrum hans. Við máluðum svo leirskálarnar sem við höfðum mótað fyrr í vikunni. Nú eru þær allar orðnar glaðlegar á að líta og minna okkur á kærleikann sem Guð gefur okkur og gerir okkur svo glöð.
Gríðarmikill metnaður var lagður í hárgreiðslu í dag en seinnipartinn var efnt til hárgreiðslukeppni. Talsvert magn af geli og öðrum hársnyrtivörum fór í hár barnanna og var afraksturinn alveg frábær. Gullfallegar fléttur, uppsett hár og hanakambar voru meðal þess sem við fengum að sjá í dag. Myndir eru komnar í myndaalbúm af módelum dagsins.
Í kvöld sáu leiðtogarnir um kvöldvökuna og fóru að sjálfsögðu á kostum. Allir skemmtu sér konunglega og fengu íspinna í lok kvöldvöku. Að lokinni hugleiðingu var svo boðið upp á "videokvöld" og liggja nú langflestir á dýnum inni í sal og horfa á Narníu. Þeir þreyttustu eru þó farnir að sofa.
Sem sagt ... frábær dagur á enda runninn.
Sjáumst á morgun!
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.