Fáránleikar og fleira skemmtilegt

Já, enn einn góði dagurinn búinn hér hjá okkur við Eiðavatn. Fáránleikar fóru fram hér í morgun en þar er um að ræða Ólympíuleika í fáránlegum íþróttum. Sem dæmi um slíkar íþróttir má nefna tuskukast, blindandi vítaspyrnukeppni og skókast. Heppnuðust leikar vel og fóru þeir vel fram. Eftir hádegismatinn héldum við á fræðslustund og fylgdumst áfram með sögunni af Jósef og bræðrum hans. Við máluðum svo leirskálarnar sem við höfðum mótað fyrr í vikunni. Nú eru þær allar orðnar glaðlegar á að líta og minna okkur á kærleikann sem Guð gefur okkur og gerir okkur svo glöð.
Gríðarmikill metnaður var lagður í hárgreiðslu í dag en seinnipartinn var efnt til hárgreiðslukeppni. Talsvert magn af geli og öðrum hársnyrtivörum fór í hár barnanna og var afraksturinn alveg frábær. Gullfallegar fléttur, uppsett hár og hanakambar voru meðal þess sem við fengum að sjá í dag. Myndir eru komnar í myndaalbúm af módelum dagsins.
Í kvöld sáu leiðtogarnir um kvöldvökuna og fóru að sjálfsögðu á kostum. Allir skemmtu sér konunglega og fengu íspinna í lok kvöldvöku. Að lokinni hugleiðingu var svo boðið upp á "videokvöld" og liggja nú langflestir á dýnum inni í sal og horfa á Narníu. Þeir þreyttustu eru þó farnir að sofa.
Sem sagt ... frábær dagur á enda runninn.
Sjáumst á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband