Frábær dagur á enda og börnin komin í ró.
Dagurinn hófst að vanda á fánahyllingu og morgunmat og svo fór helmingur barnanna á báta á tjörnina á meðan aðrir kepptu á "kubb-móti" og léku sér úti í ágætis veðri. Við undirbjuggum einnig messu áður en við fórum í betri fötin og borðuðum dýrindis gúllassúpu og fengum svo ís í eftirrétt. Að því loknu lögðum við af stað til Eiðakirkju þar sem við sátum messu hjá sr. Jóhönnu og tókum virkan þátt sjálf. Hluti hópsins var búinn að æfa nokkra söngva, vorum m.a.s. með slagverkshljómsveit, aðrir höfðu undirbúið leikþátt um miskunnsama Samverjann, enn aðrir lásu úr Biblíunni og sumir höfðu búið til bænir sem þeir fóru með í messunni. Það var ákaflega gaman að fara með krakkana í Eiðakirkju og fannst þeim hún bæði lítil og falleg.
Eftir messu beið okkar veislukaffi en Kristjana og Guðný í eldhúsinu passa svo sannarlega upp á það að allir fái nóg að borða og maturinn er ekki af verri endanum.
Eftir kaffið skiptum við aftur yfir í "venjulegu" fötin og kepptum innbyrðis í brennó. Mikið fjör var í kringum það og fær sigurliðið að keppa við leiðtogana síðasta daginn.
Kvöldvakan var vel heppnuð, í boði stelpnanna í herbergjum 6, 8 og 9 og allir skemmtu sér hið besta við leik og söng.
Eftir góða hugleiðingu frá Hjalta héldu menn svo inn á herbergi þar sem lesnar voru framhaldssögur og eru það virkilega notalegar stundir með börnunum.
Nú eru allir komnir í ró og vonandi allir sofnaðir. Hlökkum til morgundagsins.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.