Það var eftirvæntingarfullur hópur barna sem mætti hér í morgun, allir tilbúnir að takast á við sumarbúðafjörið. Við hófum daginn á sameiginlegri stund í sal þar sem allir voru boðnir velkomnir, kynntu sig og farið var yfir helstu reglur. Auk þess lærðum við nokkur af þeim lögum sem eiga eftir að óma hér næstu daga. Eftir ljúffengar kjötbollur í hádeginu var svo fyrsta fræðslustundin og fengum við að sjá fyrsta hluta leikritsins um Jósef og bræður hans. Í kjölfarið föndruðum við lyklakippur sem geta minnt okkur á að bænin er lykillinn okkar að Guði. Eftir kaffitímann skiptum við hópnum í tvennt og fór annar helmingurinn á báta en hinn í ýmsa skemmtilega útileiki. Við munum svo skipta um hlutverk á morgun. Vaskar stelpur í herbergjum 5, 7 og 10 undirbjuggu svo fádæma skemmtilega kvöldvöku á meðan aðrir fengu val um að fara út í fótbolta eða leika sér inni og skemmtum við okkur svo vel á kvöldvökunni og virðast einhvers konar "sullleikir" hafa vinninginn. Eftir kvöldsögu fóru svo allir inn á herbergi og áttu þar góða stund með einhverjum leiðtoganna áður en farið var að sofa. Þegar þetta er skrifað er komin ró á liðið og ættu allir að hvílast vel í nótt.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að fá fréttir af því hvað krakkarnir eru að bralla, það verður greinilega mikið stuð í vikunni
Bestu kveðjur til stelpnanna í herbergi 9
kristín óla (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 09:44
Gaman að geta fylgst með því sem þið eruð að gera
Helena(mamma Heklu) (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 13:15
Skemmtið ykkur vel, fylgist spennt með:)
Berghildur Fanney Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.