Enn einn góði dagurinn hefur runnið sitt skeið hér við Eiðavatn. Við fengum að sjá 4. hluta leikritsins um Jósef og bræður hans í morgun og ræddum svo í framhaldi af því um kærleikann og hvað allt verður jákvætt og gott ef hann er til staðar. Við máluðum leirskálarnar sem við gerðum í fyrradag og það er óhætt að segja að hér er á ferð mikið listafólk. Perlurnar tóku svo völdin og sátum við lengi við og perluðum, alveg þar til við gæddum okkur á góðum fiski og meðlæti.
Eftir hádegismatinn skiptum við okkur í tvo hópa. Strákarnir byrjuðu á því að horfa á teiknimynd um Jósef og bræður hans en fóru svo út í fótbolta og ýmsa skemmtilega leiki. Stelpurnar fóru hins vegar í góða gönguferð þar sem við fundum bæði gæsahreiður með 5 eggjum og tvo gæsarunga á röltinu í móanum. Eins og nærri má geta vakti þetta heilmikla lukku meðal stúlknanna og vildu þær helst taka ungana með sér heim og ala þá upp. Það var þó ekki í boði :o) Þær fengu svo að sjá myndina um Jósef að gönguferð lokinni.
Veiðiáhugafólk fór niður að vatni seinnipartinn og freistaði þess að veiða nokkra silunga. Svo varð þó ekki þrátt fyrir einlægan áhuga og vilja. Allir komu þó sáttir heim. Hinir sem ekki fóru að veiða spiluðu bingó og voru verðlaunin ekki af verri endanum, karamellur ... fyrir alla.
Stelpurnar í herbergjum 6 og 7 sáu um fjöruga kvöldvöku fyrr í kvöld og fóru allir vel þreyttir í rúmið og sofa nú værum svefni.
Flokkur: Bloggar | 25.6.2010 | 00:44 (breytt kl. 00:45) | Facebook
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ það er gaman að geta farið inn á þessa síðu og séð hvað þið hafið verið að bralla yfir dagin. Það verður ánægð og reynslu ríkari stelpa sem ég kem að sækjaí dag. Takk fyrir þessar frábæru sumarbúðir.
Kveðja Fanney
Fanney (mamma Elvu Daggar (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:59
Takk kærlega fyrir okkur. Það voru tveir mjög ánægðir strákar sem tóku á móti okkur í gær þegar við komum að sækja þá.
Kveðja Júlíus, Björgvin Elsa og Lars
Elsa (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.