Enn einum frábærum degi lokið hér í sumarbúðunum við Eiðavatn enda frábært fólk sem hér dvelur. Við hófum daginn á fánahyllingu eins og aðra morgna og svo gæddu menn sér ýmist á hafragraut, cheerios eða hinni sívinsælu sumarbúðablöndu. Eftir stutta morgunbænastund héldum við niður á íþróttavöll og tókum þátt í fáránleikum en góð útskýring á þeim er um er að ræða ólympíuleika í fáránlegum íþróttum. Þar fóru börnin á kostum í skósparki, tuskukasti og vítaspyrnukeppni með bundið fyrir augun svo fátt eitt sé nefnt. Það voru því glöð börn sem komu í hús rétt fyrir hádegismatinn og þá skiptu allir yfir í "sparigírinn", klæddu sig í betri fötin og borðuðu svo sannkallaðan veislumat. Eftir hádegið skiptum við okkur í hópa og undirbjuggum messu sem fram fór hér í salnum. Sumir skreyttu salinn meðan aðrir æfðu söngva og undirspil, enn aðrir æfðu leikþátt, upplestur og svo sömdum við þakkarbænir. Sr. Jóhanna kom og leiddi messuna. Eins og gjarnan tíðkast sérstaklega til sveita, var messunni fylgt eftir með messukaffi og framreiddu eldhússtúlkurnar okkar rjómatertu og súkkulaðiköku. Alveg frábært.
Eftir kaffið skiptum við svo aftur um föt og svo var haldið í ratleik. Stúlkurnar í herbergjum 8, 9 og 10 buðu svo upp á skemmtilega kvöldvöku með leikjum, dansi og fimleikasýningu. Hér er um alvöru skemmtanir að ræða.
Eftir hressingu og kvöldsögu og bæn héldu börnin svo til hvílu og sofa nú allir vært og rótt.
Flokkur: Bloggar | 24.6.2010 | 00:27 (breytt kl. 00:29) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 225978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið hlýtur að vera gaman hjá ykkur! Takk fyrir skrifin og myndirnar, ég hlakka mikið til að sækja stelpuna endurnærða úr sveitinni á morgun :)
María Huld - Evu Rakelar mamma (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:57
Frábært að geta fylgst með öllu því skemmtilega sem þið eruð að gera, sé að ég fæ dótturina aldeilis reynslunni ríkari til baka:) Hlakka til að sjá ykkur á morgun, góða skemmtun áfram.
Þórhalla og fjölskylda
Þórhalla (mamma Birnu Marínar) (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.