Dagur tvö er að kveldi kominn og allt gekk vel. Börnin fengu að spreyta sig á bátum í morgun í indælis veðri og voru margir sem áttuðu sig bara allt í einu á því að þeir voru býsna flinkir ræðarar. Enginn datt í vatnið og allir alsælir að bátsferð lokinni.
Hakk og spaghetti hitti heldur betur í mark í hádeginu í dag og eftir matinn fræddumst við meira um Jósef og sögu hans. Leiðtogarnir sýndu okkur leikþátt og að því loknu ræddum við málin og lögðu börnin margt gott til málanna og hafa svo sannarlega skoðanir á ýmsum þeim málum sem upp koma hverju sinni. Að lokinni fræðslu bjuggum við til leirskálar sem við málum svo síðar í vikunni. Það voru afskaplega fallegar skálar sem litu dagsins ljós og leirkerasmiðirnir ánægðir með sig og handverkið sitt.
Brennómót fór fram í dag og fá sigurvegarar mótsins að keppa við leiðtogana síðasta dag búðanna.
Kvöldvakan var undirbúin af strákunum í herbergjum 1 og 2 og buðu þeir upp á marga skemmtilega leiki auk þess sem við lærðum nokkur ný lög og sungum fullum hálsi.
Það voru því glöð og þreytt börn sem héldu í háttinn og sofa nú allir værum blundi.
p.s. Nú eru nokkrar myndir komnar inn úr þessum flokki og fleiri væntanlegar á næstunni. Endilega kíkið á þær.
Flokkur: Bloggar | 22.6.2010 | 23:42 (breytt kl. 23:42) | Facebook
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert smá gaman að lesa bloggið frá ykkur og gaman að skoða myndir,, greinilega nóg um að vera hjá ykkur :)
Hlakka til að lesa meira blogg og skoða fl myndir.
Kv
Hugga,Óðinn og Viktoría Sólveig ( foreldrar Kristjönu Völu og litla systir) biðjum innilega að heilsa henni og krökkunum C",)
Hugga (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 00:05
Góðan daginn!
Gaman að fygjast með ykkur á bloginu og skoða myndirnar
Ætlum að hringja í dag og fá fréttir af stelpunni okkar.
Bestu kveðjur,
Sonja og Bóas.
Sonja og Bóas (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 12:12
Gaman að sjá myndir og bloggið, Greinilega mjög gaman hjá ykkur :O)
Viljið þið skila kveðju til stráksa míns hans Óskars Eiríks.
kveðja Sigrún
Sigrún Gröndal (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.