Það voru spenntir krakkar sem mættu í sumarbúðirnar við Eiðavatn í morgun. Þegar allir voru búnir að koma sér fyrir og foreldrar og aðrir fylgdarmenn farnir heim hófum við vikuna á upphafsstund þar sem við sungum og fórum yfir nokkrar helstu reglur búðanna. Eftir að hafa rennt niður dásamlegum fiskibollum og meðlæti í hádeginu var haldið í fræðslustund og þar kynntumst við Jósef og sögu hans. Við munum fá að kynnast þeirri sögu betur í vikunni. Að loknum leikþætti um Jósef og syni hans föndruðum við og skreyttum lyklakippur og var virkilega gaman að sjá hve börnin voru áhugasöm og ánægð með lyklakippurnar sínar.
Eftir kaffið fórum við svo í leiki, bæði úti og inni og enduðum á fjársjóðsleit í rústunum sem hér eru skammt frá. Grænmetissúpa og heimabakaðar bollur runnu ljúflega niður og að því loknu fóru nokkrir vaskir drengir í það að undirbúa kvöldvöku á meðan aðrir tóku til í herbergjunum sínum. Kvöldvakan heppnaðist mjög vel og fóru umræddir drengir á kostum í stjórnun leikja og leikrænum tilburðum. Eftir hressingu sagði Bogi okkur sögu fyrir svefninn.
Í þessum skrifuðu orðum eru allir komnir í rúm og flestir sofnaðir eftir skemmtilegan dag hér við Eiðavatn.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 225978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegt! Gaman að geta fylgst með og hlakka til að sjá myndir.
kveðja Þóra mamma Elísabetu Sifjar.
Þóra Elísabet (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:02
Æðislegt að fylgjast með hlakka mikið til að fá að sjá myndir.
kær kveðja Rósa Dögg(mamma Þórs Elí)
Rósa Dögg (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:33
Gaman að geta fylgst með börnunum hérna, hlakka til að sjsá myndir.
kveðja Elsa (mamma Júlíusar og Björgvins)
Elsa (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.