Börnin voru vakin með hæ hó jibbíje í morgun kl. 9.00 og eftir morgunverð héldum við stutta söngæfingu og héldum af stað á Egilsstaði kl. 10.45. Við sungum lögin okkar á sviðinu og gekk það bara vel. Þegar við komum aftur heim á Eiðar beið okkar veislumatur lambalæri með öllu tilheyrandi og ís i desert. Eftir fræðsluna fórum við að mála skálarnar sem að við gerðum í fyrradag og það var svo gaman að fylgjast með þeim, þau voru svo afslöppuð máluðu í rólegheitunum og mörg vildu fá að perla þegar því var lokið, en önnur fóru út í leiki. Í kaffitímanum var nú aldeilis hátíðarbragur boðið var upp heita eplaköku og marenstertu í fánalitunum. Allir voru drifnir út í ratleik eftir kaffi hlupu börnin hérna út um allt að leysa þrautir. Börnunum var öllum safnað saman á stéttinni og okkur tókst að stilla þeim upp en gerðum óvænta árás og efnt var til vatnsstríðs á stéttinni. Flestir voru með en það voru nokkrir sem kusu að vera í vissri fjarlægð og horfa á æsinginn án þess að blotna. Það var ekki þurr þráður á leiðtogunum því að börnin sættu sig nú ekki við að vera bara fórnarlömb og fengum við yfir okkur heilu balana af vatni. Þetta var alveg stórkemmtilegt því að veðrið var svo gott mikil stemning fyrir einhverju nýju ævintýri. En okkur grunar að einhverjir komi heim með talsvert af blautum fötum á morgun. Þegar við vorum búin að skúra ganginn og allir komnir í þurr föt grilluðum við pylsur á stéttinni í sólinni. Kvöldvakan var að þessu sinni í hendi leiðtoga og brugðu þau sér í margskonar gerfi. Í kvöldkaffinu fengum við ís og ekki var það óvinsælt hjá börnunum. Eftir hugleiðingu fóru allir í bólið enda eru þau orðin þreytt eftir erlilsama og skemmtilega viku.
Þessi vika hefur gengið vel og verið virkilega skemmtileg. Börnin hafa verið einstaklega þægileg en jafnframt til í ævintýri og sprell ( semsagt fullkomin blanda ;-).
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.