Ævintýraflokkur dagur 3

Börnin voru ekki vakin fyrr en kl. 9.40 í morgun en þau vissu ekkert um það því að við vorum búin að taka niður allar klukkur og úrin af börnunum. Rugldagurinn hófst á því að við fengum okkur grjónagraut og slátur í (sem átti að vera kvöldmaturinn) það var mjög gaman að sjá svipinn á börnunum þegar við hófum daginn á kvöldbæn, byrjuðum að þakka fyrir matinn og enduðum matartímann á því að syngja borðversið. Næst á dagskrá var fræðsla og föndur og bjuggum við til vinabönd fyrir leynivinaleikinn sem er hérna í gangi. Í hádegismat fengum við kvöldkaffi en það voru ávextir og kex. Eftir hádegismat var brennókeppni og í kaffitímanum var boðið upp á fiskrétt sem að börnin gerðu góð skil. Næst á dagskrá var kvöldvakan og þar var mikið hlegið og sprellað. Síðan fórum við út í leiki og þá kom svo mikil rigning að það var eins og hellt væri úr fötu og á augnabliki voru allir orðnir rennandi blautir rigningin hætt og sólin byrjuð að skína. Þessi upplifun passaði mjög vel í rugldaginn rétt eins og hún hafði verið pöntuð. Í kvöldmatnum  var boðið upp á heimagerða snúða og skúffuköku. Á þessum tímapunkti vissu krakkarnir enn ekki hvað klukkan var og héldu áfram að giska endalaust. Eftir kaffið bjuggjum við til brjóstsykur og þótti það spennandi og allir fengu að smakka heitan brjóstsykur. Eftir smá frjálsan tíma voru börnin  látin hátta og öllum safnað inn í matsal og við fengum okkur morgunmat (en þá var klukkan orðin 20.30). Við æfðum lögin sem við ætlum að syngja á Egilstöðum á morgun og hlustuðum á stutta hugleiðingu. Börnin fóru síðan inn á herbergi og við byrjuðum að lesa fyrir þau eins og hefðin gerir ráð fyrir hér á Eiðum. En því var hætt snögglega mættum í náttfatapartý.

Þetta hefur verið skemmtilega ruglaður dagur en á morgun munum við nú halda okkur við hefðbundið dagskipan. Veðrið var gott þó hafi verið talsvert um skúra. Það var værð yfir hópnum og mikið perlað og spjallað í dag. 

Við munum syngja tvö lög á hátíðinni á Egilsstöðum dagskráin er frá 11.oo til tæplega 12.30 og reiknum við með að vera síðust á dagskrá. Síðan brunum við aftur á Eiðar og þar sem mun bíða okkar hátíðarhádegisverður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband