ævintýraflokkur dagur 2

Börnin voru vakin kl. 8.30 og byrjuðum við daginn á fánahyllingu og morgunmat. Eftir morgunmatinn var ætlunun að fara á báta á spegilsléttu vatninu. En skyndiega kom rok og vatnið var ekki lengi spennandi kostur. Við drifum okkur bara í fáránleika fram að hádegismat þar sem keppt var í stígvélakasti, eggjaboðhlaupi og fleira. Eftir hádegismat var fræðsla og föndur gerðu börnin mjög flottar skálar. Eftir kaffitímann fóru strákarnir í það að undirbúa kvöldvöku og var sett upp mót í kubb- spilinu á grasfletinum. Það var boðið upp á skyr í kvöldmatinn og gerðu börnin því góð skil. Eftir kvöldmat fóru nú ævintýrin að gerast. Eftir mikinn undirbúning og rannsóknarvinnu leiðtoga var settur upp Quiddich- leikur (þetta er leikur sem leikinn er í myndunum um Harry Potter) Þessi tilraun gekk alveg frábærlega og skemmtu allir sér konunglega. Kvöldvakan var í boði skrákana í herbergjum 1 og 2. Eftir kvöldvöku fórum við í ævintýrarferð út í hólma. Allir voru settir í björgunarversti og við rérum út í hólma. Við kveiktum smá varðeld og grilluðum brauð á greinum. Við vorum með gítar og allar græur með okkur og sungum og hlustuðum á hugleiðingu. Þessi ævintýraferð heppnaðist sérstaklega þar sem allir voru í  góðum gír og við nutum þess að vera úti í Guðs grænni náttúrunni. Það var ekki vandamál að svæfa börnin þegar við komum heim flest sofnuðu um leið og þau lögðust á koddann eftir frábæran dag. Þar sem gærdagurinn var svo viðburðarríkur og við fórum seinna að sofa en vanalega þannig að við sváfum út í morgun.

Dagurinn í dag er svokallaður rugl-dagur en það verður sagt frá því síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

enn gaman. Minn maður hefur sko örugglega fílað það. Kveðja mamma hans Daníels Nóa.

Kata Mamma hans Daníels Nóa (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband