Veisludagur

Í dag var veisludagur í sumarbúðunum. Það er að sjálfsögðu venja að hafa einn hátíðisdag í hverjum flokki, en nú var enn meira tilefni til að gera sér glaðan dag, því hún Anna Karen á níu ára afmæli í dag. En dagurinn hófst venju samvkæmt með því að vekja börnin. Reyndar voru nokkrar hnátur vaknaðar áður en formleg vakning fór fram. Þær voru án efa spenntar fyrir viðfangsefnum dagsins, en þó helst að geta setið og spjallað við hvora aðra inni á herbergjunum. Eftir fánahyllingu og morgunmat var hópnum skipt. Þeir sem komu með veiðistangir fóru út á árabáta með Óla og Mörtu og renndu fyrir fisk. Aflinn þennan morguninn var einn silungur sem verður án efa steiktur eða grillaður þegar heim verður komið.

Hinn hópurinn fór í hina ýmsustu leikin niður á fótboltavelli, skotbolta og slíka sígilda leiki. Þegar heim var komið var farið í sparifötin og gengið í veislumat. Meðan krakkarnir hömuðust, hömuðust Kristjana og Guðný í eldhúsinu við að búa til fyrir okkur dýrindis bayone skinku með heimalöguðu kartöflugratíni, grænmeti, rauðkáli og ljúfri sósu. Allir fengu svo ís með sinni uppáhaldssósu á eftir. Þá tók við undirbúningur fyrir messuna og var skipt í leikhóp, sönghóp, lesara og skreytingahóp. Allir stóðu sína plikt með stakri prýði og gekk guðsþjónustan vel fyrir sig og var hún ákaflega skemmtileg. Þá tók við hátíðar- og afmæliskaffið. Við sungum fyrir afmælisbarnið og blés hún á níu kerti afmæliskökunnar.

Eftir kaffið var tekið hið árlega og ávallt æsispennandi brennómót á milliherbergja, sigurliðið mun svo spila við leiðtogana á föstudaginn, fyrir heimferðina. Svo var pylsupartí í kvöldmatinn og svo var kvöldvaka í umsjá herbergja 3 og 4. Sem fyrr voru léttir og skemmtilegir leikir fyrirferðamiklir þar sem valdir voru sjálfboðaliðar í ýmis verkefni, þeim og öllum til mikillar skemmtunar.

Krakkarnir eru ákfalega skemmtilegir og engin leiðindi eða vesen hafa komið upp. Þannig að við njótum þess að eiga hér þetta skemmtilega samfélag. Þess má til gamans geta að í hádeginu í dag kom viðtal við nokkra krakka úr sumarbúðunum á Ríkisútvarpinu. Það má hlusta á þér hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nóg með að vera útvarpsstjörnur heldur líka sjónvarpsstjörnur! Maður getur  allstaðar fylgst með ykkur, sem er  bara skemmtilegt.

Kveðja, Hólmfríður ( mamma Hilmis )

Hólmfríður (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 00:27

2 identicon

Frábært að sjá krakkana í sjónvarpinu...þeim leiðist greinilega ekki..Hlakka til að koma á morgun og fá mér kaffi með ykkur...KVeðja Kolla mamma Auðunns...

Kolla BJö (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 08:53

3 identicon

Þetta er frábært hjá ykkur öllum, gaman að fá að heyra í ykkur og sjá.

Bestu kveðjur Guðbjörg (mamma Hafsteins Elvars)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 10:09

4 identicon

Þetta eru greinilega yndislegir dagar sem þið eigið þarna saman gaman að sjá krakkana í sjónvarpinu í gær, hlökkum til að koma á morgun og sækja Andra Snæ og fá okkur kaffi með ykkur

Kveðja Ragnhildur (mamma Andra Snæs)

Ragnhildur (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 13:22

5 identicon

Frábært að vita :) Ekki spurning að þetta er bara æðislegt hjá ykkur. Hlökkum mikið til að koma á morgun og heyra allar sögurnar :)

Bestu kveðja Eygerður (mamma Benediktu)

Eygerður (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:22

6 identicon

Það var mjög gaman að sjá ykkur í fréttunum í gær og svo heyra af ykkur í útvarpinu.  Við hlökkum mikið til að koma á morgun og sækja Valdísi Öllu og frétta af öllu fjörinu.  Bestu kveðjur Halldóra (Valdísar Öllu mamma)

Halldóra Björk (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband