Annar dagur - skír og fagur!

Eins og flestir vita var dagurinn bjartur og fagur, sólin skein í heiði og hár bærðist ekki á höfði þegar við risum á fætur þennan fagra morgun.  Þar sem við vitum að við  búum á Íslandi og getum ekki reiknað með mörgum svona dögum að þá var ákveðið að nýta veðrið til hins ítrasta.
Krakkarnir voru vaktir klukkan hálf níu og var farið í kjölfarið út að fánastöng þar sem fáni okkar var hilltu og svo snæddur morgunverður þar á eftir. Að venju var sumarbúðablandan (coca puffs og cherioos) langvinsælust á borðum, en þó voru nokkrir sem fengu sér hollan og góðan hafragraut. Eftir hinn staðgóða morgunverð var öllum boðið að fara út á árabáta og kanóa. Voru margir þreyta sína frumraun á þessu sviði og gekk misjafnlega að ramba á réttu áttina og stýra fleyjunum. En allir höfðu gaman af og ekki síst vegna þess að meðan sjóararnir síkátu sigldu á Eiðavatni fengum við heimsókn frá fréttamanni og myndatökumanni RÚV. Tóku þeir nokkra tali og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í einhverjum fréttatímanum í vikunni. Að sjóferðum loknum komust allir heilir á höldnu á þurrt land, án sjóveiki og sjóriðu og höfðu því allir góða lyst á hádegismatnum, hakki og spaghetti með heinz tómatsósu. Höfðu margir á orði að þetta væri þeirra uppáhald. Að hádegismatnum loknum var fræðslustund sem byggðist upp á söngvum, leikriti og föndri. Krakkarnir útbjuggu leirskálar sem síðar verða málaðar. Síðan var sólin sleikt við ýmiskonar iðju úti á stétt.
Að loknu kaffi var aftur haldið niður að vatni, og að þessu sinni var krökkunum boðið að vaða í vatninu, enda sólin skinið allan daginn og náð að hita vatnið um nokkrar gráður. Þrátt fyrir það þótti mörgum vatnið ekki sérlega hlýtt og voru snögg upp úr aftur. Öðrum þótti vaðið mikið sport og höfðu heilmikið úthald. Þegar allir höfðu bleytt vel í kroppnum komu þau upp í búðir þar sem við tók heit sturta og Kristjana ráðskona kom færandi hendi og gaf öllum krökkunum og leiðtogum íspinna. Það þarf kannski ekki að taka það sérstaklega fram, en ísinn gerði mikla lukku.
Í kvöldmatinn var svo kakósúpa. Ein stúlkan í hópnum sagði að kakósúpa væri hennar uppáhald en hún hefði ekki fengið svoleiðis síðan á leikskóla og á svipbrigðum hennar að dæma mætti ætla að það væru mörg ár síðan hún hefði verið þar. En kakósúpan með tvíbökum og þríbökum kláraðist upp til agna. Eftir kvöldverð sáu krakkarnir  í herbergi 5 og 10 um kvöldvökuna sem mæltist mjög vel fyrir og var mikið hlegið og klappa á þeirri kvöldvöku.

Það er skemmtilegt að fá kveðjur frá ykkur í athugasemdakerfið. Nokkrar myndir hafa verið settar inn í myndalabúmið og fleiri á leiðinni. Veðurspá morgundagsins er ákaflega góð, þannig að við munum væntanlega nýta okkur það til góðs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hvað þið fáið flott veður og gaman að sjá svona margar myndir. Það er greinilega nóg að gera,tíminn líður örugglega of hratt hjá ykkur!

Kveðja, Hólmfríður (mamma Hilmis)

Hólmfríður (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:25

2 identicon

Sæl verið þið...biðjum ofsalega vel að heilsa honum Auðunni Ingasyni....Þetta er greinilega ótrúlega gaman og geggjað veður..okkur hlakkar til að fylgjast með ykkur og skoða fleiri myndir...kveðja..malin tvíbura systir auðunns

Kolla og Malín (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 10:59

3 identicon

Gleymdi mér aðeins! Anna Karen til hamingju með afmælið !

Kveðja,Hólmfríður (mamma Hilmis)

Hólmfríður (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 11:10

4 identicon

Frábært að fylgjast með ykkur, gaman að sjá hvað allt gengur vel og allir svo kátir í blíðunni.  Bestu kveðjur

Guðbjörg (mamma Hafsteins Elvars).

Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 12:06

5 identicon

Ég skemmti mér við að skoða allar myndirnar, gaman að þið skilduð fá svona gott veður til að vaða og sigla.  Bestu kveðjur Halldóra Björk (mamma Valdísar Öllu)

Halldóra Björk (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 17:14

6 identicon

Frábærar myndir og greinilega nóg að gera og skemmtilegt. Ekki spillir veðrið. Bestu kveðjur frá Seyðisfirði

Kristín (mamma Þorbjargar Ölmu) (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband